Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

59 prósent verðmunur í apótekum – VERÐKÖNNUN – Aldraðir og öryrkjar eiga betra skilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þú getur sparað þér 59 prósent með því að versla við ódýrasta apótekið í stað þess dýrasta. Ódýrustu apótekin eru Costco og Lyfjabúrið, þær dýrustu Borgar Apótek, Árbæjarapótek og Lyfja.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð hjá 19 lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom gríðarlegur verðmunur á lausasölulyfjum hjá þeim. Með því að versla við þær lyfjaverslanir sem bjóða hagstæðustu verðin getur þú sparað allt að 59 prósent. Einnig getur borgað sig að skoða hvaða lyfjaverslun gerir vel við viðskiptavini sína í formi afsláttar. Afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja var frá 0 til 10 prósent.

Framkvæmd könnunar

Við gerð könnunarinnar var hringt í allar lyfjaverslanirnar og verð fengin þannig. Ein undantekning var þegar hringt var í Garðs Apótek, þar var vísað á vefsíðu. Þar voru öll lyfin í könnuninni á afslætti. Miðað var við fullt verð til þess að gæta fyllstu sanngirni, auk þess sem könnunin á við um að mæta á staðinn og versla lyfin. Vart varð við mikla tortryggni á sumum staðanna og taldi viðmælandinn í fyrstu að önnur lyfjaverslun væri að hringja og njósna um verðin hjá þeim. Það er morgunljóst að álagningin er misjöfn, þó voru tvær lyfjaverslanir sem skáru sig úr fjöldanum. Árbæjarapótek og Lyfja voru með nákvæmlega sömu verðin á öllum fjórum vörunum.

Afslættir – Skammarlegt að sjá að ekki er hægt aðgera betur við aldraða og öryrkja

Hvað varðar afslátt á lausasölulyfjum til öryrkja og eldri borgara var afslátturinn mjög misjafn, og sums staðar hreinlega ekki í boði.  10 prósent var hæsti afsláttur til þessarra hópa, 3 prósent sá lægsti. Eitt apótek gerði upp á milli eldri borgara og öryrkja á þann hátt að eldri borgarar fá 10 prósent en öryrkjar einungis 5 prósent, sú lyfjaverslun var Lyfja. Sumar lyfjaverslanirnar gáfu upp afslátt á öðrum vörum, eða afslátt í verslun (hér er ekki átt við lausasölulyf). Ennfremur voru tvær lyfjaverslanir sem bjóða upp á svokallaðan nágranna afslátt. Efstaleitis Apótek býður 5 prósent nágranna afslátt og Lyfjabúrið 10 prósent.

- Auglýsing -

Niðurstöður verðkannaninnar

Þar sem allir hafa ekki aðgang að lyfjaverslun Costco, voru gerðar tvær útgáfur af útreikningi þegar Costco átti lægsta verðið.

 Panodil 30 stykki

- Auglýsing -

Costco var með lægsta verðið en Árbæjarapótek og Lyfja með það hæsta. Panodil  er því 36 prósent ódýrara í Costco.

Lyfjaver var með lægsta verðið á eftir Costco, 32 prósent lægra verð á Panodil en hjá Árbæjarapóteki og Lyfju.

Benylan 2,8 hóstamixtúra (þessi bláa)

Lyfjabúrið var með lægsta verð en Borgar Apótek með það hæsta. Benylan er því 59 prósent lægra hjá Lyfjabúrinu.

Otrivin nefúði

Costco var með lægsta verðið en Árbæjarapótek og Lyfja með það hæsta. Otrivin nefúði er því 35 prósent ódýrari í Costco.

Farmasía var næst ódýrast á eftir Costco og býður því Otrivin á 27 prósent lægra verði en Árbæjarapótek og Lyfja.

Paraset stílar 60mg, 10 stykki

Costco var með lægsta verð en Árbæjarapótek og Lyfja með það hæsta. Stílarnir eru því á 38 prósent lægra verði hjá Costco.

Farmasía var næst ódýrast á eftir Costco. Stílarnir eru því 30 prósent ódýrari þar en hjá Árbæjarapóteki og Lyfju.

 

 

Apótek:Panodil 30 stkBenylan blá OtrivinParaset 60mg
Apótekarinn658194814481148
Apótek Mosfellsbæjar610198313991198
Costco50615891123963
Lyfja690201115191327
Lyfjaver522166914041156
Lyfjaval621195212091181
Lyf og heilsa678199814981198
Apótek Garðabæjar575191512451106
Apótek Hafnafjarðar612155112751114
Íslands Apótek630191013151115
Garðs Apótek576175315181165
Borgar Apótek640219513971165
Efstaleitis Apótek575179013101190
Árbæjarapótek690201115191327
Farmasía599161011981020
Rima Apótek608190713481156
Lyfsalinn658192513991198
Reykjavíkur Apótek598179812981070
Lyfjabúrið628138414251112

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -