Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Nístandi myndband sýnir áhrif COVID-19 á Ítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nístandi myndband sýnir hvaða áhrif COVID-19 kórónaveiran hefur haft haft á Ítalíu. Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra karlmann tala á ítölsku um leið og hann sýnir forsíðu dagblaðsins L’Eco di Bergamo, sem gefið er út í borginni Bergamo, um 50 km frá Milanó, í Lombardy héraðinu þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif.

Um er að ræða eintak blaðsins frá 9. febrúar og flettir maðurinn upp á dánartilkynningum þess og sýnir eina og hálfa blaðsíðu af dánartilkynningum Þennan dag voru skráð dánartilfelli vegna kórónaveirunnar þrjú talsins.

Maðurinn heldur síðan á sama dagblaði frá föstudeginum 13. mars, en þá höfðu skráð smit rokið með ógnarhraða í 17.600 talsins, þar af 1266 andlát.

Hann flettir hægt í gegnum blaðsíðurnar og telur, 10 blaðsíður af dánartilkynningum.

Giovanni Locatelli birtir myndbandið á Facebook-síðu sinni, en hann er frá Cerete, sem er bær um 40 km frá Bergamo.

- Auglýsing -

Ítalía er það land, fyrir utan Kína, sem hefur farið verst út úr kórónaveirufaraldrinum, í dag eru greind smit yfir 21 þúsund og andlát 1441 talsins. Heilbrigðiskerfi landsins er í molum eftir mikinn fjölda smita vegna COVID-19, þrátt fyrir samkomubann til að reyna að sporna við útbreiðslu veirunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -