Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Rut er búsett á Ítalíu og biðlar til Íslendinga – „Í guðanna bænum takið veiruna alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rut Valgarðsdóttir er búsett í borginni Bergamo á Ítalíu, en Ítalía er það land sem COVID-19 kórónuveirufaraldurinn hefur leikið verst til þessa, fyrir utan Kína.

 

Í færslu sinni á Facebook lýsir Rut ástandinu í landinu og segir opinberar tölur ekki segja alla söguna, langt því frá. Grátbiður hún íslendinga að taka kórónaveiruna alvarlega.

„Heilbrigðiskerfið er þegar svo mettað hér hjá okkur að eingöngu þeir sem eru verulega alvarlega veikir eru testaðir fyrir veirunni. Jafnvel margir þeirra sem eru verulega alvarlega veikir þurfa að berjast fyrir læknishjálp, sumir deyja heima án þess að vera nokkurntímann testaðir því þeir ná ekki í gegnum filtrana sem eru settir til að forgangsraða hjálpina og aðrir kjósa að fara ekki á sjúkrahús því fólk sér það sem „one way ticket“ og deyja því í súrefnisnauð heima hjá sér. Það þekkja allir hér einhvern sem hefur misst einhvern eða sem er á gjörgæslu, það eru allir hræddir,“ skrifar Rut.

Segir Rut að opinberar tölur yfir fjölda smitaðra einstaklinga, og einstaklinga sem látnir eru vegna COVID-19 séu því rangar og mun lægri, en raunin er.

„Einu hljóðin sem við heyrum hér í einangruninni heima hjá okkur eru stöðug væl í sírenum sjúkrabílanna, dag og nótt, og við reynum að hugsa ekki um fólkið og söguna á bak við hvern sjúkrabíl sem brunar hjá,“ skrifar Rut. Og veltir því fyrir sér hvort að Ítalir hafi verið of seinir að bregðast við og átta sig á að kórónaveiran var komin til landsins.

„Kannski var hún búin að vera enn lengur að dreifa sér hljóðlaust um héraðið en okkur grunaði, sumir telja jafnvel að erfið lungnabólgutilfelli sem komu upp í lok 2019 gætu hafa verið fyrstu kórónavírustilfellin,“ skrifar Rut. Og endar færslu sína á því að biðja vini sína á Facebook um að taka ástandinu alvarlega.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má lesa færsluna í heild sinni:

Ég bý í Bergamo á Ítalíu. Í augnablikinu er bærinn best þekktur fyrir háa tíðni af sýktum með kórónavírusinn, þá hæstu í Evrópu. En númerin sem birtast opinberlega um sýkta og látna segja ekki allt. Heilbrigðiskerfið er þegar svo mettað hér hjá okkur að eingöngu þeir sem eru verulega alvarlega veikir eru testaðir fyrir veirunni. Jafnvel margir þeirra sem eru verulega alvarlega veikir þurfa að berjast fyrir læknishjálp, sumir deyja heima án þess að vera nokkurntíman testaðir því þeir ná ekki í gegnum filtrana sem eru settir til að forgangsraða hjálpina og aðrir kjósa að fara ekki á sjúkrahús því fólk sér það sem „one way ticket“ og deyja því í súrefnisnauð heima hjá sér. Það þekkja allir hér einhvern sem hefur misst einhvern eða sem er á gjörgæslu, það eru allir hræddir. Sjúkrahúsið í Bergamo er í stöðugum breytingum, almennum deildum hefur verið breytt í bráðadeildir, dagdeildum hefur verið lokað, sjúkrahúsið hefur ráðið aukastarfsfólk og herinn hefur lagt til lækna og hjúkrunarfólk til að manna vaktirnar sem verða lengri og dramatískari eftir því sem á líður. Talsvert af starfsfólkinu hefur veikst sjálft. Sjúkrahúsið er fullmettað af alvarlega veiku fólki sem þarf súrefni, sem er í einangrun, sem deyr án þess að hafa sína nánustu hjá sér. Jarðafarir eru óhugsandi, kistur hrannast upp og aðstandendur standa hjá lamaðir af sorg samblandaða við hræðsluna að smitast. Einu hljóðin sem við heyrum hér í einangruninni heima hjá okkur eru stöðug væl í sírenum sjúkrabílanna, dag og nótt, og við reynum að hugsa ekki um fólkið og söguna á bak við hvern sjúkrabíl sem brunar hjá. Líklega brugðumst við of seint við..við vorum of lengi að átta okkur á því að veiran var hérna á meðal okkar -kannski var hún búin að vera enn lengur að dreifa sér hljóðlaust um héraðið en okkur grunaði, sumir telja jafnvel að erfið lungnabólgutilfelli sem komu upp í lok 2019 gætu hafa verið fyrstu kórónavírustilfellin. FB vinir, í guðanna bænum takið veiruna alvarlega.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Nístandi myndband sýnir áhrif COVID-19 á Ítalíu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -