Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Bónus útskýrir gríðarlega verðhækkun á eggjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bónus hafði samband við Mannlíf og vildi fá að útskýra þessa gríðarlegu hækkun á eggjum hjá þeim á milli árana 2019 og 2021. Hækkunin nam 25 prósent. Tekið skal fram að Mannlíf fór ekki með rangt mál né gaf upp röng verð og könnunin stendur.

 

Verð á 6 eggjum 2019 og 2021

Útskýring Bónus

Þessi mikli munur sem þarna kemur fram er tilkominn vegna þess að bónus kaupir nokkrum sinnum á ári þennan bakka í miklu magni í einni dreifingu allt að 20 þúsund bakka í einu, þannig nær Bónus betra verði og skilar því til neytenda. Í þessu tilfelli fór verðið á bakkanum úr 339 kr í 259 kr, en til þess að sjá nákvæma hækkun á milli ára þá sendi ég hérna meðalverð á þessum bakka fyrir árin 2019-2020 og það sem af er 2021.

Meðalverð 2019 339 kr

Meðalverð 2020 350 kr

- Auglýsing -

Meðalverð það sem af er ári 2021 347 kr

Meðalverð á þessum eggjabakka hefur því hækkað um 2,35% á milli áranna 2019 og 2021.

Mannlíf bað um nánri útskýringu

- Auglýsing -

Mannlíf bað um nánari útskýringu á því, að ef meðalverð hefði verið 339 kr 2019, hvers vegna þessi téði bakki hefði fengist á 259 kr samkvæmt strimli 2019. Bónus gaf þá skýringu að mestan hluta ársins 2019 hafi bakkinn verið seldur á 359 kr en tilboðsmagnið á 259 kr. Ekkert stóð þó á strimli að um tilboð væri að ræða. Ennfremur stemmir ekki alveg ef megnið af árinu hafi eggin verið seld á 359 kr því strimillinn er dagsettur eins og sjá má á mynd, 7.febrúar 2019 eða í byrjun ársins. Hvers vegna skyldi Bónus ekki jafna út verðið frekar en það hækki og lækki með svona miklum mun? Skoði hver málið fyrir sig, það liggja öll gögn fyrir í því. Eggin fóru úr 259 kr 2019, upp í 345 kr, 2021 sem reynist eins og fyrr segir 25 prósent hækkun á vörunni milli ára.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -