Bónus hafði samband við Mannlíf og vildi fá að útskýra þessa gríðarlegu hækkun á eggjum hjá þeim á milli árana 2019 og 2021. Hækkunin nam 25 prósent. Tekið skal fram að Mannlíf fór ekki með rangt mál né gaf upp röng verð og könnunin stendur.
Útskýring Bónus
„Þessi mikli munur sem þarna kemur fram er tilkominn vegna þess að bónus kaupir nokkrum sinnum á ári þennan bakka í miklu magni í einni dreifingu allt að 20 þúsund bakka í einu, þannig nær Bónus betra verði og skilar því til neytenda. Í þessu tilfelli fór verðið á bakkanum úr 339 kr í 259 kr, en til þess að sjá nákvæma hækkun á milli ára þá sendi ég hérna meðalverð á þessum bakka fyrir árin 2019-2020 og það sem af er 2021.
Meðalverð 2019 339 kr
Meðalverð 2020 350 kr
Meðalverð það sem af er ári 2021 347 kr
Meðalverð á þessum eggjabakka hefur því hækkað um 2,35% á milli áranna 2019 og 2021.“
Mannlíf bað um nánri útskýringu
Mannlíf bað um nánari útskýringu á því, að ef meðalverð hefði verið 339 kr 2019, hvers vegna þessi téði bakki hefði fengist á 259 kr samkvæmt strimli 2019. Bónus gaf þá skýringu að mestan hluta ársins 2019 hafi bakkinn verið seldur á 359 kr en tilboðsmagnið á 259 kr. Ekkert stóð þó á strimli að um tilboð væri að ræða. Ennfremur stemmir ekki alveg ef megnið af árinu hafi eggin verið seld á 359 kr því strimillinn er dagsettur eins og sjá má á mynd, 7.febrúar 2019 eða í byrjun ársins. Hvers vegna skyldi Bónus ekki jafna út verðið frekar en það hækki og lækki með svona miklum mun? Skoði hver málið fyrir sig, það liggja öll gögn fyrir í því. Eggin fóru úr 259 kr 2019, upp í 345 kr, 2021 sem reynist eins og fyrr segir 25 prósent hækkun á vörunni milli ára.