Þrátt fyrir að Ísland hafi orð á sér fyrir að vera afar jákvætt í garð hinsegin fólks þá eru enn til staðar fordómar, til að mynda hafa unglingar þurft að fara á fósturheimili þar sem foreldrar þeirra vildu ekki eiga hinsegin barn.
Mannlíf ræddi við Gógó Starr, Starínu og Lolu von Heart, sem öll eru þekkt sem dragdrottningar. Hvað hafa þau að segja við þessa unglinga, sem hafa lítinn sem engann stuðning?
Starína hvetur þau til að gefast ekki upp. „Þú átt eftir blómstra, hamingjan kemur ekki utan frá heldur innan frá.“ Og Gógó er sammála. „Ég veit að þetta er ótrúlega klisjukennt en á meðan maður er í þessum bakaraofni sem skólakerfið er virkar allt svo ómögulegt og erfitt en það er ekki allur heimurinn og um leið og maður finnur sinn einstaklingsbundna drifkraft lagast allt. En þetta er klisja því þetta er satt.“
„Þú ert sólin en fjölskyldan getur verið rigningin. Og rigning og sól mynda saman regnboga. Það er oft mjög erfitt að slíta samböndum og kallar á allan þinn styrk en þegar það tímabil er búið sést fallegi regnboginn.” segir Lóla.
Að koma út
Gógó kom út í framhaldsskóla þegar hann var 16 ára en skildi hvorki tilfinningarnar né orðaforðann.
„Orð eins og tvíkynhneigður og pankynhneigður voru hreinlega ekki til og ég vissi ekki að annað væri til staðar. Ég hef alltaf verið hrifin af að vera í karakter og jafnvel þegar ég var í leikskóla fundust mér stelpuhlutverk alltaf skemmtilegri en strákahlutverk“.
Starína kom út fyrir 19 árum. „Það má taka fram að þrátt fyrir miklu bjartari framtíð hinsegin fólks, þá var ástandið var mun verra áður en ég kom út. Þá var enn í lagi að gera grín, lítið úr, ekki virða og beita hinsvegin fólk ofbeldi. Við vorum 3. flokks fólk. Réttindin voru enginn miðað við það sem við sjáum í dag“.
„Sumt fólk var af einhverjum ástæðum hrætt við hinsegin fólk og fólki var jafnvel hent út úr leiguíbúðum fyrir að vera hinsegin“.
Lola kom út við lok framhaldskóla. Þá bjó hún í Reykjavík, var í Borgarholtsskóla og eignaðiðst fyrsta afab-makann („assigned female at birth“)
Elsa Lund fyrirmyndin
Starína segir að að Elsa Lund hans Ladda hafi verð fyrirmyndin sín.
„Mér fannst magnað að sjá Ladda, og reyndar líka Örn Árnason, leika konur. Draghúmor dró líka úr hommastimplinum, um var að ræða grín enda vildi enginn vera stimplaður öfuguggi eða perri.”
Gógó fór í fyrsta skipti í drag á öðru ári í framhaldsskóla og fann bara fyrir jákvæðni frá fjölskylduni enda var litið svo á að um væri að ræða meiri leiklist en lífsstíl.
„Ég bjó á Akueyri og þar var bara ekkert að frétta 2011! Jú, það var hópur sem hittist, fólk sem kannski féll ekki inn í hið hefðbundna samfélag. Ég vissi sennilega innst inni að ég laðaðist mjög að dragi en vildi kannski ekki viðurkenna það í byrjun. Fyrst var þetta bundið við öskudag, hrekkjavöku en annað slíkt en þegar ég datt, í raun óvart inni dragið, var ekki aftur snúið”.
„Ég flutti til Reykjavíkur og þar var auðveldara að finna fólk í dragsenunni sem var miklu auðveldara en að finnast maður einn úti á landi. Þetta var svo sjúklega skemmtilegt að árið 2017 hætti ég alveg í hefðbundinni vinnu og fór að vinna alfarið sem dragdrottning. Það hefur nú reyndar eðlilega dregist saman í Covid en því líkur vonandi bráðlega!“
Vitum aldrei hvað býr að baki fallegu brosi
Lola segir vera búið að vera magnað að sjá fleiri koma út og þá fyrr á lífsleiðinni. „Kynhneigð er lögleg á Íslandi en sé litið nánar á stöðuna og hvernig þú skynjar samfélagið sér maður að það er í raun ekki alveg þannig. Það er aldrei að vita hvaða hugsun er að baki brosi eða fallegri afmælisgjöf”.
Starína tekur undir með Lolu. „Við heyrum ýmislegt eins og ekki bjóða þessum með þér, klæddu þig niður, vertu rólegri”.
Starína og Lóla benda á að hinsegin fólk hafi lengi vel verið á flótta. „Fyrst var farið til Danmerkur en síðan færðust flutningarnir til Reykjavíkur.
Upphaf íslensku dragsenunnar
Gógó segir upphafið hafi komið með Páli Óskari, Maríusi og Reyni á stöðum eins og Moulan Rouge, Nellys og Spothlight upp úr 1991. Fyrsta dragkeppni Íslands var haldin 1997 og þá með svipuðu lagi og hin hefðbundna fegurðarsamkeppni, keppt var í hverjum landshluta og síðan var aðalkeppnin í lokin.
RuPaul og dragið
Nú hefur RauPaul’s Drag Race verið í sjónvarpinu í á annan áratug. Hefur það ekki hjálpað dragsenunni, bæði hér og erlendis?
Öll hika þau við að svara. Gógó segir að vissulega sé búið að stimpla dragsamfélagið skemmtilegt en á móti komi að þættirnir hafi búið til alþjóðlegar stjörnur á meðan fólk þekki ekki sína svæðisbundnu drottningar. En nú sé aftur á móti gullöld dragsins og aldrei meira gaman að taka þátt.
Þau eru ekki heldur ekki miklir aðdáendur RuPaul þar sem hann sé afar fordómafullur gagnvart transfólki og hafi ekki farið í laun með það fyrr en meira fór að bera á þvi. Rupaul sé klárlega transfóbískur. „Kvenfólk í dragi eru ekki alvöru dragdrottningar að hans mati” segir Lóla.
Hommaleikhúsið Hégómi hóf göngu sína árið 2004. Boðið var upp á mjög frjálslega dragsýningar með frumsömdu efni og tónlist. ,,Svo héldum við tvö Kylie (Minogue) kvöld sem voru frábær. Þetta voru bara ég og mínir vinir og að Björgvin lék Headwig” segir Starína og hlær við endurminninguna.
Gógó er með þekktustu dragdrottningum Íslands og er með titilinn. En dragið er ekki bara bundiði við karlmenn. Konur eru líka í dragi. Kvenkyns dragdrottningar eru einnig oft kallaðar bio-drottningar (stendur fyrir biological woman), afab-drottningar (stendur fyrir “assigned female at birth”) eða hyper-drottningar (sem vísar til þess að þær ýkja hina kvenlegu ímynd).
Það var fyrst 2006 að konur kepptu hér á landi og er Lola von Heart með þeim alþekktustu í faginu.
Dragsúgur hefur síðan verið haldin mánaðarlega frá 2016, þó ekki í Covid, við miklar vinsældir. Öll þrjú taka þau undir að á þessum tíma hafi dragsenan hreinlega sprungið. Sýnt var í Iðnó og uppseld með miklum fyrirvara á hverju kvöldi. Eitt vinsælasta kvöldið var 2019 þegar það var Disneyþema sem sló algjörlega í gegn.
En hvað eru margir virkir í daginu á Íslandi? Gógó segir það vera 20-25 sem komi reglulega fram en helmingi fleiri sem komi fram sjaldnar.
Áreitið óþolandi
Lóla segist finna fyrr miku áreiti af hendi karlmanna. ,,Ég á mitt persónulega speis eins og aðrir en fæ alltof of að heyra setningar eins og ,,þú ert svo heit, mig langar að ríða þér, komdu inn á klósett“. Konur geri þetta líka og þetta sé algjörlega óþolandi enda virðist vera einhvers konar skotleyfi á hinsegin fólk. Lóla hefur skrifað mjög áhugaverða og skemmtilega bók, Gervið, sem segir frá sjö konum sem hafa haft áhrif á dragmenningu samtímans, 2015 -2020.
Draumurinn um framtíðina
Lóla segist vilja burtu með fordóma og ósóma og sjá jafnrétti fyrir alla því allir eigi rétt á hamingju. Gógó segir að hið toxíska feðraveldi sem ráðið hafi ríkjum þurfi að breytast, það verði ekki aðeins hvítir kallar í jakkafötum sem skilgreini normið. En þau eru sammála um að hlutirnir séu að þokast í rétta átt þótt enn vanti til dæmis alvöru kynfræðslu í skólana.
Áhrifavaldar innan kvikmynda
Starína segir kvikmyndina The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert hafa haft mikil áhrif á sig en þar segi frá ólíkum manneskjum með eigin forsögu og drauma, Björgvin Frans hafi líka verið frábær í Loftkastalanum.
Lola segir kvikmyndina Kinky Boots vera í miklu uppáhaldi og Gógó vill meina að í fyrstu seríur RuPaul hafi haft mikil áhrif en hann sé mjög hrifin af kabarett og burlesque.