Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Julian Assange óttast að smitast í fangelsinu – Beiðni um að verða leystur úr haldi gegn tryggingu hafnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Beiðni Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, um að vera leystur úr haldi með ökklaband gegn tryggingu vegna útbreiðslu COVID-19 var hafnað í gær. Assange óskaði eftir að verða leystur úr haldi úr Belmarsh öryggisfangelsisins í London með þeim rökum að það myndi draga úr hættu á að hann myndi smitast af COVID-19.

Dómari í málinu, Judge Vanessa Baraitser, hafnaði beiðninni og sagði fangelsismálayfirvöld í Bretlandi gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fanga. Hún benti á að ekkert smit hefði komið upp í Belmarsh fangelsinu.

Hún sagðist þó átta sig á að ástandið gæti breyst snögglega en að þessu sinni yrði beiðni hans hafnað.

Segir ástandið í fangelsinu slæmt

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri WikiLeaks og vinur Assange, hefur fjallað mikið mál félaga síns á Facebook. Í gær skrifaði hann um beiðni Assange. Kristinn segir dómara hafa litið algjörlega fram hjá hættunni sem fangar búa nú við vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Kristinn segir ástandið í Belmarsh ekki gott. „Yfir 100 starfsmenn Belmarsh eru fjarri störfum í sóttkví. Allar heimsóknir eru bannaðar núna. Allt starf innan fangelsis er takmarkað. Allir fangar eru núna að læsast í einangrun. Þetta er óstjórnlega vitlaust og óréttlátt. Þetta er ógeðsleg ómennska,“ skrifar Kristinn meðal annars.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Krist­inn gefið upp alla von um að réttlæti sé að finna í réttarsalnum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -