Mannlíf kannaði hvort eldri borgarar, öryrkjar og nemar, fengju afslátt af þjónustu símafyrirtækjanna. Mjög misjafnt er hve mikill afsláttur er í boði, eða hvort það sé einhver í boði yfirhöfuð. Síminn gefur þessum hópum engan afslátt. Ekkert af þessum símafyrirtækjum gefur öllum hópunum tilboð eða afslátt.
Mannlíf þykir mikilvægt að upplýsa neytendur um möguleika á lægra verði, afslætti eða góðum kjörum. Það eru til hópar sem stundum fá afslátt eða aðeins betri kjör. Hóparnir eru, eldri borgarar, öryrkjar og nemar. Gerð var af þessu tilefni könnun á því hvort þessir hópar fengju afslátt hjá símafyrirtækjunum. Hringt var í tvígang í öll fyrirtækin og upplýsingar fengnar, beint úr þjónustuverum fyrirtækjana.
Eins og sjá má í töflu hér að neðan er eitt fyrirtæki sem veitir engum þessarra hópa afslátt, það er Síminn. Hringdu skilur öryrkjana eftir en gefur eldri borgurum og nemendum tilboð á þjónustu. Vodafone gefur eldri borgurum og öryrkjum afslátt en nemar fá engan. Nova gefur hvorki eldri borgurum né öryrkjum afslátt en eru með tilboð á netþjónustu fyrir nema. Hringiðan gefur eldri borgurum og öryrkjum 10 prósent afslátt af netþjónustu, en nemar fá engan.
Hér er margt gott en ljóst að afslætti fyrir þessa hópa mætti í flestum tilfellum auka.
Eldri borgarar | Öryrkjar | Nemar | |
Síminn | Nei | Nei | Nei |
Vodafone | 5% | 5% | Nei |
Hringdu | Já* | Nei | Já* |
Nova | Nei | Nei | 3000 kr afsl. af ljósleiðara |
Hringiðan | 10%* | 10%* | Nei |
*Vodafone af allri þjónustu |
*Hringdu: Frír heimasími fyrir eldri borgara ef tekið er net hjá þeim og |
nemar fá 1000MB tengingu með ótakmörkuðu upp og niðurhali á 7.600 kr |
*Hringiðan: 10% af interneti |