Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Hinsegin börnum vísað á dyr af fordómafullum foreldrum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að Ísland hafi orð á sér fyrir að vera afar jákvætt í garð hinsegin fólks þá eru enn til staðar fordómar, til að mynda hafa unglingar þurft að fara á fósturheimili þar sem foreldrar þeirra vildu ekki eiga hinsegin barn.

Mannlíf ræddi við Gógó Starr, Starínu og Lolu von Heart, sem öll eru þekkt sem dragdrottningar.

Það sem gerði viðtalið sérlega áhugavert var að blaðamaður tók með sér 14 ára stúlku, augljóslega upprennandi blaðamann, sem þekkti til slíkra dæma frá jafnöldrum, tók það afar nærri sér og vildi gjarnan fá að vita meira. Hún hefur mikinn áhuga á að fá að vita hvað hafa Gógó, Starína og Lola hafa að segja við þessa unglinga, sem hafa lítinn sem engann stuðning?

Gógó Starr, Dísa María, Starína og Lola von Heart

Starína hvetur þau til að gefast ekki upp. „Þú átt eftir blómstra, hamingjan kemur ekki utan frá heldur innan frá.“ Og Gógó er sammála. „Ég veit að þetta er ótrúlega klisjukennt en á meðan maður er í þessum bakaraofni sem skólakerfið er virkar allt svo ómögulegt og erfitt en það er ekki allur heimurinn og um leið og maður finnur sinn einstaklingsbundna drifkraft lagast allt. En þetta er klisja því þetta er satt.“

„Þú ert sólin en fjölskyldan getur verið rigningin. Og rigning og sól mynda saman regnboga. Það er oft mjög erfitt að slíta samböndum og kallar á allan þinn styrk en þegar það tímabil er búið sést fallegi regnboginn.” segir Lóla.

Nánar má lesa alla greinina á Mannlíf hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -