Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að Bandaríkjamenn þyrftu að búa sig undir „sársaukafullar vikur“ sem væru framundan vegna útbreiðslu COVID-19. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær sagðist hann reikna með að dauðsföll þar í landi yrðu á bilinu 100 þúsund til 200 þúsund.
Staðfestum COVID-19 smitum og dauðsföllum vegna sjúkdómsins heldur áfram að fjölga í Bandaríkjunum. Núna eru yfir 4.000 einstaklingar látnir af völdum sjúkdómsins þar í landi, 4.081 nánar tiltekið, sem þýðir að fjöldi látinna hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum.
Staðfest smit eru orðin 189.633.
Þá hefur háttalag Trump breyst töluvert undanfarnar daga og vikur eftir því sem smitum og dauðsföllum fjölgar en áður reyndi hann að fullvissa landsmenn um að þeir væri öruggir gagnvart veirunni þar sem að Bandaríkjamenn hefðu tekið málið föstum tökum strax.