Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Nú á að okra á Íslenskum ferðamönnum – 437 prósent hækkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verð tveggja fyrirtækja sem leigja út ferðabíla, hafa hækkað ískyggilega síðan í fyrra.  Happy Campers hækkaði verðið hjá sér um 437 prósent og Kúkú Campers hækkaði verðið um 141,5 prósent.

Ábendingar frá neytendum

Mannlíf fékk ábendingar varðandi að verð hefði hækkað mjög mikið á milli ára hjá tveimur fyrirtækjum sem leigja út ferðabifreiðar. Fyrirtækin sem bent var á voru Happy Campers og Kúkú Campers. Eins og meðfylgjandi kvittanir sýna hefur verð á þjónustu fyrirtækjanna hækkað óeðlilega mikið. Það er greinilegt að okrað verður á íslenskum ferðamönnum í sumar.

Allar persónuupplýsingar hafa auðvitað verið fjarlægðar af meðfylgjandi kvittunum. Þar að auki munu dagsettningar ekki sjást á kvittunum. Engu að síður er greinin unnin eftir nákvæmum dagsettningum, samkvæmt kvittunum. Tímabilið sem umræðir er ekki það dýrasta.

Happy Campers

Leigð var bifreið sem kallast Happy 2, í viku tíma árið 2020. Bíll þessi tekur fjóra í sæti, en tvo í svefnpláss. Þessi vikuleiga kostaði árið 2020 35.900 krónur.

- Auglýsing -

Sams konar bíll á sama tíma, kostar sumarið 2021 hvorki meira né minna en 192.818 krónur (miðað við gengi evrunar 15.03 2021). Hækkun á milli ára er því 437 prósent. Ekki var hægt að sjá á heimasíðu Happy Campers að um sérkjör væri að ræða eða tilboð fyrir Íslendinga.

Kvittun fyrir vikuleigu 2020 hjá Happy Campers

 

KúKú Campers

- Auglýsing -

Leigð var bifreið sem kallast AA campervan, í viku árið 2020. Bíllinn tekur þrjá í sæti og hefur tvö til þrjú svefnpláss. Vikuleigan kostaði 28.700 krónur.

Sams konar bíll á sama tíma kostar sumarið 2021, 69.300 krónur. Hækkun milli ára er því 141,5 prósent.

Sé erlendur ferðamaður að bóka það nákvæmlega sama, þarf viðkomandi að borga 93.936 krónur og þá á það að vera með 14 prósent afslætti. Erlendir ferðamenn greiða því 35,5 prósent hærra verð en Íslendingar.

 

Kvittun fyrir vikuleigu 2020 hjá Kúkú Campers

KúKú Campers segja eftirfarandi á síðunni sinni:

„Vertu KúKú í sumar með KúKú, frábærir ferðabílar í boði fyrir íslendinga í sumar á sannkölluðu súper KÚkú tilboði. KúKú Campers hefur verið í starfsemi siðan 2012 og leigt erlendum gestum ferðabíla af öllum stærðum og gerðum. Nú viljum við aftur bjóða Íslendingum að leigja sér ferðabíl til að halda út í íslenska sumarið og njóta frelsisins sem felst í að ferðast um á ferðabíl. Ekki einungis erum við að bjóða fáheyrð verð heldur getur þú treyst á KúKú þjónustuna sem er annáluð fyrir að vera einstök.“

Íslendingar geta ekki bókað beint á vefsíðunni

Íslendingar geta ekki bókað beint á vefsíðunni eins og erlendir ferðamenn. Það þarf að senda tölvupóst sem telja verður mjög sérstaka viðskiptahætti, svo ekki sé meira sagt.

 CampEasy

Þetta eru ekki einu fyrirtækin sinnar tegundar hér á landi. CampEasy leigja einnig út ferðabíla. Þar sem Mannlíf hefur ekki kvittanir frá í fyrra frá þessu fyrirtæki, er ekki unnt að gera verðsamanburð. Hér eru þó upplýsingar um verð hjá þeim, fyrir sama tímabil og sambærilega bifreið.

CampEasy: Fullt verð fyrir viku er 168.000 krónur en eftir hina og þessa afslætti fer verðið niður í 99.120 krónur.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -