Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kirkjan samþykkir ekki hjónabönd samkynhneigðra: „Guð getur ekki og mun ekki blessa synd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðastliðinn mánudag sendi Vatíkanið frá sér tilkynningu þess efnis að kaþólska kirkjan myndi ekki leggja blessun sína á hjónabönd samkynhneigðra. Slíkt sé val og ekki í samræmi við fyrirætlan guðs og flokkist því sem synd: „Guð getur ekki og mun ekki blessa synd.“

Þessa ákvörðun samþykkti Frans páfi, en honum hefur títt verið hrósað fyrir opna og jákvæða umræðu í garð samkynhneigðra. Því voru þetta vonbrigði fyrir kaþólikka sem vonast höfðu til þess að Vatíkanið, með Frans í páfastólnum, myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar á samkynhneigð.

Páfinn sagði í viðtali árið 2019 að samkynhneigðir væru börn guðs og ættu rétt á að eignast fjölskyldu. Hann sagði jafn framt að gera þyrfti lög sem samþykktu óvígða sambúð þeirra.

Fljótlega eftir þessi ummæli páfans sagði Vatíkanið að ummæli hans hefðu verið tekin úr samhengi og engra breytinga væri að vænta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -