Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Kanadískur karlmaður skaut minnst 16 manns til bana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kanadískur karlmaður skaut og myrti minnst 16 manns í árás sem stóð yfir í 12 tíma víða um Nova Scotia, fylki í suðausturhluta Kanada. Kanadíska lögreglan á enn eftir að staðfesta hversu margir féllu í árás mannsins en þetta er talið vera mannskæðasta fjöldamorð í sögu Kanada.

Byssumaðurinn mun hafa keyrt um á bíl sem var dulbúinn sem lögreglubíll á meðan á árásinni stóð.

Maðurinn hóf að skjóta á fólk á laugardaginn en var stöðvaður í nótt eftir bílaeltingaleik sem endaði við bensínstöð við fjölfarnasta þjóðveg Nova Scotia, um 35 kílómetra norður af Halifax. Þar féll hann fyrir skotum lögreglu.

Árás­armaður­inn hef­ur verið nafn­greind­ur af lög­reglu en hét hann Gabriel Wortman og var 51 árs gamall.

Gabriel Wortman. Mynd / EPA

Lögreglan segir manninn hafa skotið og myrt fólk á minnst fjórum stöðum víða um fylkið og er talið að hann hafi skotið fólk af handahófi. Meðal fórnalamba hans er lögreglukona, tveggja barna móðir, sem sinnti eftirför.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -