Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Boris tjáir sig ekki um afléttingu útgöngubanns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson segir Bretland komið yfir versta hjallann en ekki líklegt að útgöngubanni verði aflétt í næstu viku.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, leiddi rétt í þessu daglegan upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í fyrsta sinn síðan hann greindist með Covid-19 fyrir mánuði síðan. Hann sagði hátindi sýkinganna í Bretlandi náð og að kúrvan væri á niðurleið.

Hins vegar svaraði hann ekki spurningum um það hvort útgöngubanninu sem staðið hefur yfir í Bretlandi síðan 23. mars yrði aflétt í næstu viku, en bæði forsvarsmenn ríksisstjórnar Bretlands og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hafa undanfarna daga lagt áherslu á að sigur sé ekki unnin og engin áhætta verði tekin í afléttingu núverandi útgöngubanns sem á að standa til 7. maí. Búast margir við að það verði jafnvel framlengt til loka maímánaðar. Johnson lofaði þó á blaðamannafundinum að áætlun um afléttingu þess yrði kynnt í næstu viku.

Johnson sagði að Bretland hefði með aðgerðum ríkisstjórnarinnar komist hjá „óviðráðanlegum og hörmulegum“ faraldri sem hefði getað kostað 500.000 mannslíf hefði ekkert verið gert. Og bætti við að nú sæjusst grænir hagar framundan en það væri lífsnauðsynlegt að hlaupa ekki beint inn í annað hörmungarástand.

Opinberar tölur um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á Bretlandi eru rúmlega 26.000 dauðsföll, en bent hefur verið á að sú tala nái einungis til þeirra sem greindir hafa verið með sjúkdóminn og mjög líklegt sé að fjöldinn sé miklu meiri, allt að 45.000 dauðsföll þegar allt er talið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -