Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Boris Johnson segir að hugsanlega verði slakað á reglum um útgöngubann á mánudaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boris Johnson mætti í fyrirspurnatíma í breska þinginu í dag, í fyrsta sinn síðan hann veiktist af Covid-19, og gaf fyrirheit um að hugsanlega yrði strax á mánudaginn, 11. maí, slakað á einhverjum af þeim hömlum á ferðafrelsi fólks sem hafa verið í gildi í Bretlandi síðan 23. mars. Hann upplýsti jafnframt að hann myndi ávarpa þjóðina á sunnudag, 10. maí, og veita þá nánari upplýsingar um hvenær og hvernig útgöngubanninu yrði aflétt. Ofan í kaupið lofaði hann að fjölga sýnatökum vegna smita upp í 200.000 á dag fyrir lok maí, sem mörgum þótti nokkuð glannalegt loforð þar sem ríkisstjórn hans hefur ekki nema einu sinni náð takmarkinu um 100.000 sýnatökur í dag sem lofað var að yrði komið á í lok apríl.

„Við munum fá stöðugt streymi upplýsinga næstu daga,“ sagði Johnson. „Við viljum byrja að vinna eftir þeim á mánudaginn, ef við mögulega getum.“

Sjá einnig: Nicola Sturgeon: „Mjög líklegt“ að útgöngubann verði framlengt í Skotlandi

Útgöngubann hefur gilt í Bretlandi í sjö vikur vegna faraldursins og rúmlega 29.000 dauðsföll þar sem dánarorsökin er örugglega Covid-19 hafa verið skráð, sem gerir Bretland það land í Evrópu þar sem flestir hafa látist af völdum sjúkdómsins. Ýmislegt bendir þó til að sú tala sé mun hærri og þar sem fækkun smitaðra, innlagna á sjúkrahús og dauðsfalla hefur ekki verið eins mikil og vonast hafði verið til þykir mörgum ríkisstjórnin vera að fara ansi geyst í sakirnar. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, sagðist til dæmis á dögunum ekki sjá að unnt yrði að slaka á reglum um útgöngubann í næstu viku. Það er því vel hugsanlegt að útgöngubanni verði ekki aflétt á sama tíma alls staðar í Bretlandi, þótt foringjar þjóðanna fjögurra sem mynda Stóra Bretland hafi hingað til lagt mikla áherslu á að þær væru allar samtaka í aðgerðum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -