Einn allra besti sjónvarpsmaður Íslands er Sigmar Guðmundsson. Viðtalsþáttur hans, Okkar á milli, hefur slegið í gegn. Í síðasta þætti var Bjarni Hafþór Helgason, sjónvarpsmaður og lagasmiður, viðmælandinn. Hann er með Parkinson-sjúkdóminn og sagði frá glímu sinni við þann vágest af einlægni. Það er aðdáunarvert af hve miklu æðruleysi hann tekst á við þann banvæna sjúkdóm. Bjarni Hafþór sagðist aldrei myndu láta sjúkdóminn beygja sig eða buga og ætlar umfram allt að standa uppréttur og njóta lífsins eins lengi og kostur er. Sláandi viðtal hjá Sigmari og til sóma fyrir báða …