Núna klukkan sex í morgun riðu yfir átta jarðskjálftar, allir yfir þremur að stærð og allir vestnorðvestur af Reykjanestá. Enginn þeirra átti því upptök sín nærri Fagradalsfjalli og í jarðskjálftahrinunni sem hóft tæplega hálf fimm í nótt mældust yfir 100 skjálftar. Þeir stærstu 3.7 að stærð.
Veðurstofunni barst tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist vel á Reykjanesinu, mest í Grindavík. Engin gosórói fylgdi þessari jarðskjálftahringu og samkvæmt Veðurstofunni er ekkert óvenjulegt að hrinan hafi færst til að Reykjanesskaganum.
Alls mældust hátt í 500 skjálftar í nótt og flestir þeirra nærri Fagradalsfjalli en enginn þeirra náði yfir þrjá að stærð. Enn telja sérfræðingar líkur á eldgosi á Reykjanesskaganum.