Kristján Viðar Júlíusson er látinn en hann lést 7. mars síðastliðinn, 65 ára að aldri. Honum voru greiddar 200 milljónir í bætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum árið 2018. Krafa hans um frekari bætur, 1.6 milljarð króna, er enn til meðferðar í Landsrétti.
Fréttablaðið greindi frá andláti Kristjáns Viðars. Hann var 20 ára þegar hann var settur í gæsluvarðhald í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem stóð yfir í 1522 daga. Af þeim tíma sat Kristján í einangrun í 503 daga. Árið 2018 var hann svo sýknaður og honum greiddar bætur.
Kristján Viðar var aðeins tvítugur að aldri þegar hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok árs 1975. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir aðild að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Kristján lauk afplánun vegna dómsins í júní 1983 og hafði þá sætt frelsissviptingu vegna málsins í rúm sjö ár.
Eins og áður sagði fékk Kristján Viðar rúmar 200 milljónir í bætur frá ríkinu. Hann átti börn sem erfa munu bótaféð. Fyrir Landrétti er til meðferðar bótakrafa hans upp á frekari 1.4 milljarð króna og við málarekstrinum tekur dánarbú hans. Málið verður því klárað fyrir dómstólum þrátt fyrir að Kristján Viðar sé nú allur.