Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kristján er látinn meðan mál hans enn fyrir Landsrétti – Börnin erfa bæturnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Viðar Júlíusson er látinn en hann lést 7. mars síðastliðinn, 65 ára að aldri. Honum voru greiddar 200 milljónir í bætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum árið 2018. Krafa hans um frekari bætur, 1.6 milljarð króna, er enn til meðferðar í Landsrétti.

Fréttablaðið greindi frá andláti Kristjáns Viðars. Hann var 20 ára þegar hann var settur í gæsluvarðhald í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem stóð yfir í 1522 daga. Af þeim tíma sat Kristján í einangrun í 503 daga. Árið 2018 var hann svo sýknaður og honum greiddar bætur.

Hér var Kristján Viðar leiddur fyrir dóm árið 1980.

Kristján Viðar var fæddur 21. apríl 1955.

Kristján Viðar var aðeins tvítugur að aldri þegar hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok árs 1975. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir aðild að dauða Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Kristján lauk afplánun vegna dómsins í júní 1983 og hafði þá sætt frelsissviptingu vegna málsins í rúm sjö ár.

Eins og áður sagði fékk Kristján Viðar rúmar 200 milljónir í bætur frá ríkinu. Hann átti börn sem erfa munu bótaféð. Fyrir Landrétti er til meðferðar bótakrafa hans upp á frekari 1.4 milljarð króna og við málarekstrinum tekur dánarbú hans. Málið verður því klárað fyrir dómstólum þrátt fyrir að Kristján Viðar sé nú allur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -