Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Eldgos hafið í Geldingadölum við Fagradalsfjall!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldgos er hafið við Fargradalsfjall. Miklar kvikuhreyfingar hafa verið á Reykjanesskaga undanfarnar vikur. Lögregla á leið frá Keflavík til að meta stöðuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið. Búið er að loka fyrir umferð á Suðurstrandavegi en vegurinn til Grindavíkur er opinn.

Mannlíf er mætt á staðinn og blaðamaður tók þessa mynd rétt í þessu.

Fólk nærri mögulegu gossvæði sagst sjá ljósbjarma frá svæðinu. Myndavélar á svæðinu sýna greinilegan ljósbjarma.

Blaðamaður Mannlíf er mættur á svæðið og blasir við örtröð af bílum á svæðinu. Frá Fagradalsfjalli er mjög skær bjarmi og er útlit fyrir að sprungan sé talsverð.

Eldgos er hafið við Fagradalsfjall. Það staðfestir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Búið er að loka Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi. Gosið kom upp í Geldingardölum sem staðsett er milli Fagradalsfjalls, Litla hrúts og Keilis en dalurinn myndar lítinn þrýhyrning þar á milli.

Þetta er stórviðburður enda hefur ekki gosið á Reykjanesi í 780 ár. 

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til almennings að aka gætilega um Reykjanesbraut og stofna þannig ekki til hættu í umferðinni. Þá vill hún árétta mikilvægi þess að virða lokanir og að fólk fari ekki í átt að mögulegu hættusvæði.

Við viljum biðla til almennings um að aka gætilega um Reykjanesbraut og stofna þannig ekki til hættu í umferðinni. Þá viljum við árétta mikilvægi þess að virða lokanir og fara ekki í átt að mögulegu hættusvæði.

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Friday, March 19, 2021

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -