Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Gossprungan liggur við vinsæla gönguleið um Stóra-Hrút

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gossprungan við Fagradalsfjall liggur við vinsæla gönguleið á Stóra-Hrút og þaðan á Fagradalsfjall. Um árabil hafa hópar Ferðafélags Íslands farið um þessar slóðir og þá gjarnan þverað það svæði sem nú gýs. Gangan hefur venjulega hafist í Nátthaga, dalverpi skammt frá Ísólfsskála. Þaðan hefur verið gengið eftir Langahrygg og á Stóra-Hrút sem nú trónir yfir gosstöðvunum. Síðan hefur göngfólk haldið sem leið liggur, þvert yfir gosstöðvarnar með Geldingadali og á efsta tind Fagradalsfjalls. Alls rúmlega 10 kílómetra göngu. Gossvæðið er miðja vegu á milli Stóra-Hrúts í suðaustri og Fagradalsfjalls í norðnorðvestri.

 

Þótt gosið sé lítið og ómerkilegt í stóra samhenginu er víst að á þessum slóðum verða miklar breytingar við það að hraun leggst yfir áður grösuga staði. Ekkert verður aftur eins á þessum slóðum þar sem náttúran minnir nú á sig með eldi og brennisteini. Vísindamenn geta lítið sagt til um hugsanega framvindu eldsumbrotanna en telja líklegt að gosið, það fyrsta á þessum stað í 6000 ár, muni ekki standa lengi. En svo er allt eins talið líklegt að hafið sé nýtt tímabil eldgosa á Reykjanesskaga.

Gosið, sem hófst í gær, kom vísindamönnum í opna skjöldu en í sjónvarpsfréttum í gærkvöld kom fram að hverfandi líkur væru á eldsumbrotum.

Lokun á Grindavíkurvegi áleiðis að Fagradalsfjalli. Sjá má gosmökkinn í baksýn.
Mynd: Reynir Traustason.

 

Búið er að loka Suðurstrandarvegi og öllum vegaslóðum að Fagradalsfjalli. Lögregla og björgunarsveitir vakta vegamót á svæðinu. Gangandi fólki er ráðlagt að halda sig frá gosstöðvunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -