Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem eru á ferðinni í átt að gosstöðvunum að snúa strax við og halda í bíla sína. Ástæðan er einföld: Það er hættulegt að fara þangað núna.
Líkt og Mannlíf greindi frá enduðu um fjörtíu manns í fjöldahjáparmiðstöðinni í Grindavík í nótt og björgunarsveitir hafa týnt tölunni yfir það hversu mörgum þær þurftu að bjarga í nótt. Göngufólk var hreinlega örmagna eftir gönguna til og grá gosstöðinni í Geldingardal.
Leitað er að eigendum fólksbifreiðar á þýskum bílnúmerum sem ekki hafa enn fundist. Bifreiðin er yfirgefin og er sú eina sem ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum að eftir háskaför tugi manna í nótt að gosstöðvunum í Geldingadal.
Á næstu klukkustundum mun veður versna til muna á Reykjanesinu og lögreglan vara fólk við göngum að gosstöðvunum.
„ÁRÍÐANDI. Mjög slæmt veður er á gosstaðnum núna og biðjum við alla sem eru á ferðinni í átt að gosinu núna um að snúa strax við og halda í bíla. Samkvæmt spá mun veður versna næstu klukkustundir. Þetta eru mjög mikilvæg skilaboð og er ástandið á svæðinu að verna hvað varðar veður,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.