Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Það þarf ekki að kaupa allt nýtt fyrir börnin – Fáðu lánað, leigt eða gefins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

Það kannast sennilega flestir foreldrar og verðandi foreldrar, við það hve dýrt er að kaupa allt sem börnin okkar þarfnast. Þar að auki er margt sem notað er í ákaflega stuttan tíma. Það kannast líka flestir við að luma á slíkum varningi í geymslunni eða skúrnum. Til er frábær hópur á Facebook sem gerir fólki kleift að fá lánað, leigt eða gefins barnavörur af ýmsu tagi. Það munar mjög miklu fyrir fjárhag fólks að hafa þessa möguleika sem hópurinn býður upp á.

Vantaði kopp fyrir son sinn

Barnadeilihagkerfið – lánað og leigt, er hópur á Facebook sem stofnaður var af Auði Kolbrá Birgisdóttur. Mannlíf hafði samband við Auði Kolbrá og spurði hvað hefði orðið til þess að hópurinn var stofnaður.

„Já, ég stofnaði hann minnir mig þegar mig vantaði kopp fyrir son minn og fannst eitthvað svo asnalegt að kaupa nýjan plastkopp þegar mér datt í hug að annað hvert heimili væri með einn slíkan inni í geymslu. Eins og bara svo margt annað, fólk er alltaf að geyma alls konar barnadót sem nýtist kannski í stuttan tíma og er svo bara ónotað inni geymslu í lengri tíma. Hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt og fólk er að skiptast á alls konar hlutum við ókunnuga og vini sem er náttúrulega bara frábært.“

Hættum að kaupa endalaust af nýju dóti

- Auglýsing -

Í hópnum eru 5000 manns og mjög gaman er að sjá hvernig allir eru að hjálpast að í honum. Lýsing á tilgangi hópsins hljóðar svona:

„Vettvangur fyrir foreldra eða aðra barnaaðstandendur til að skiptast á barnavörum og hætta þessum endalausu kaupum á nýju dóti sem nýtast lítið.“

 

- Auglýsing -

Umhverfið græðir líka

Að vera ekki kaupandi allt nýtt alltaf er auðvitað ávinningur fyrir umhverfið líka. Öll endurnýting stuðlar að því að minna dót fari í ruslið og endi sem landfylling. Einnig stuðlar það að minnkaðri framleiðslu og er það ekki síður mikilvægt þegar kemur að verndun umhverfisins. Hópar sem þessi eru mjög mikilvægir og það að fólk taki í auknum mæli þátt í að endurnýta með þessum hætti.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -