Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví í dag. Það þýðir að nemendurnir verða í sóttkví í skamman tíma á meðan Covid-19 hópsmitin eru rakin áfram. Minnst fjórir nemendur hafa greinst með veiruna.
Hinir smituðu nemendur eru allir í Laugarnesskóla og var öllum tilkynnt um sóttkvínna með tölvupósti í gærkvöldi. Um síðustu helgi greindust bæði nemandi og kennari smitaðir í skólanum og í gær bættust svo þrír smitaðir nemendur við í hópinn. Allir voru þeir í sóttkví sem greindust í gær. Vísir greindi frá.
Allir nemendur Laugarnesskóla, 1.6. bekkur, og í Laugalækjaskóla, 7.-10. bekkur, verða því í sóttkví þar til annað verður tilkynnt. Börnin eiga að halda sig frá öðrum meðlimum heimilisins.