Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Björgunarsveitin Þorbjörn varar fólk við heimsóknum á gosstöðvar: Ekki ganga á hrauninu!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki ganga ofan á hrauninu! Það er stórhættulegt. Varað við því að mökkinn frá gosinu leggi yfir gönguleiðina og hætta sé á gasmengun.

Svo segir í færslu frá björgunarsveitinn Þorbirni sem hefur staðið vaktina dag sem nótt frá því eldgósið hófst. Sveitin hefur ásamt öðrum sveitum verið að störfum stanslaust. Fólk skiptist á að fara að sofa og vaktirnar eru langar.

Þar segir ennfremur: „Verkefni okkar í kringum svona eldgos eru aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi nýtum við þekkingu okkar og tækjabúnað til þess að aðstoða vísindamenn frá hinum ýmsu stofnunum við rannsóknir. Þessar rannsóknir hjálpa þessu sama fólki að átta sig betur á því hvað er í gangi og hvar hætturnar leynast. Í öðru lagi erum við að aðstoða Lögregluna á Suðurnesjum við ýmis verkefni. Verkefnin eru t.d. þau að upplýsa fólk við gosstaðinn um gasmegnun, hjálpa til við lokanir á leiðum og svo framvegis,“ kemur fram í færslunni.

Eldgos í fangið

„Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður.

Veður eru válynd á svæðinu.

Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“

- Auglýsing -

Þorbjarnarsmenn- og konur segja að þau hafi náð betur utan um verkefnið þótt mikið óveður hafi gengið yfir og hafi þeim gengið vel í sínum verkefnum.

Farið varlega!

Síðdegis í dag fór 10 manna hópur frá sveitinni í stikuferð upp á Fagradalsfjall í brjáluðu veðri og nú í kvöld lauk því verkefni. Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þæginlegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka.

- Auglýsing -

„Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk um að fara varlega, fylgjast með veðurspá og vera vel útbúin. Nú þegar það lægir vind má búast við mikilli gasmengun í kringum gosið. Það er vegna þess að gígurinn er í mikilli lægð og þegar vindurinn blæs ekki gasinu frá leggst það ofan í lægðina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -