Leiðin sem stikuð var upp að gosstöðvunum í Geldingadölum er nú lokuð vegna gasmengunar.
En nú þegar hafa viðbragðsaðilar stikað nýja leið svo enn getur fólk gengið upp að gosinu. Nýja leiðin byrjar einnig við Suðurstrandarveg.
Samkvæmt fréttum Vísis verður gönguleiðinni þó mögulega lokað undir kvöld vegna óveðurs. En gert er ráð fyrir norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skygjgni.
Enn er fólk minnt á að virða sóttvarnarreglur við gosstöðvarnar vegna nýrra COVID smita í samfélaginu og hertra aðgerða stjórnvalda.
Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína að berja eldgosið augum en samkvæmt talningu Ferðamálastofu voru tæplega 5000 manns sem gengu að gosinu í gær.
Því er mikilvægt að muna tveggja metra regluna og gæta þess að virða reglur um hópmyndanir á svæðinu.