Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Brjálað að gera í Vínbúðum landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Örtröð myndaðist í Vínbúðum landsins síðdegis í gær, eftir að tilkynnt var um hertar sóttvarnaraðgerðir og voru hillur farnar að tæmast í lok dags.

Fólk var augljóslega að byrgja sig upp og þar með að reyna sleppa við að þurfa bíða í biðröðum til að komast inn í áfengisverslanir, sem gæti óhjákvæmilega gerst eftir að fjöldatakmarkanir tóku gildi á miðnætti.

Gera þurfti aukapantanir í mörgum ÁTVR verslunum landsins sökum aukinnar sölu í gær, samkvæmt verslunarstjóra Vínbúðarinnar á Eiðistorgi. Segir hann það ekki hafa farið fram hjá neinum að mun meira var að gera í gær, en á hefðbundnum miðvikudegi.

Sala áfengis í Vínbúðum hefur aukist mikið í COVID-19 faraldrinum og virðist ekkert lát vera á þeirri sölu miðað við þetta. Til að mynda náði sala jólabjórs nýjum hæðum í desember síðastliðnum. Tölur sýndu að salan hefði margfaldast frá fyrri árum.

Sjá einnig: „Færri leita í meðferð meðan drykkja hefur stóraukist í Covid-faraldrinum“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -