Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er í pólitískri úlfakreppu vegna þess klúðurs sem blasir við varðandi bólusetningar. Á Íslandi er aðeins lítið brot af þjóðinni sem fengið hefur sprautarnar sem tryggja fólki frelsi til að njóta lífsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiddist þegar stjórnendur Harmageddon spurðu hvort hún héldi að Svandís réði við embætti sitt.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt dáðleysi ríkisstjórnarinnar. Hann segir ástæðuna vera þá að Ísland dróst inn í samstarf við Evrópusambandið og missti þannig af þeim möguleika að semja við aðrar þjóðir. Bóluefnaklúðrið er orðið að stærsta vandamáli ríkisstjórnarinnar og getur orðið dýrkeypt …