Þau tíðindi spurðust út í vikunni að Glúmur Baldvinsson þúsundþjalasmiður muni bjóða sig fram fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn,X-O, í Reykjavík í komandi kosningum. Þá munu þeir snúa bökum saman hann og Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og verðbréfasali á Wall Street. Glúmur er þekktur fyrir að vera sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og barnabarn Hannibals Valdimarssonar sem báðir hafa markað spor sín í íslenska stjórnmálasögu. Sjálfur hefur Glúmur enn ekki náð flugi í stjórnmálum þrátt fyrir tilraunir. Hann hefur gjarnan haldið á lofti og vitnað til uppruna síns og elur væntanlega með sér þann draum að verða þriðja kynslóð stórmenna á pólitíska sviðinu. Hans tími kann loksins að vera kominn ef X-O nær flugi í kosningunum í haust. Fyrri tilraunir leiðtogans, Guðmundar Franklíns undir merkjum Hægri grænna hafa reyndar farið út um þúfur …