Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og einkavinur og frændi Samherjamanna, hefur væntanlega slegið sína seinustu keilu á sviði vafasamra embættisgjörninga með því að skipa Þorstein Sigurðsson sem forstjóra Hafrannsókastofnunnar og reka í raun Sigurð Guðjónsson, fráfarandi forstjóra. Þorsteinn starfaði áður hjá Hafró en hrökklaðist þaðan og var þá ráðinn í sjávarútvegsráðuneytið til Kristjáns Þórs. Ekki hefur fengist uppgefið í hverju Sigurður brást í starfi sínu eða hvers vegna hann féll í ónáð hjá ráðherranum sem sjálfur er á útleið í haust þegar hann hættir á þingi. Ráðherrann hefur orðið fyrir ímyndaráfalli vegna náinna tengsla sinna við stærstu eigendur sjávarútvegsrisans Samherja sem hafa kynnt Kristján sem sinn mann …