Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Hörkuátök vegna reglugerðar um sóttkvíarhótel – Ómar krefst þess að fólki verði sleppt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Það mun skýrast í dag hvort reglugerð Svandísar Svavarsdóttur um sóttvarnahótel stenst lög. Ómar Valdimarsson lögmaður rekur mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna skjólstæðinga sem hafa verið nauðungarvistaðir á sóttvarnarhóteli. Yfirvöld mæta honum af hörku og krefjast staðfestingar þess að frelsisvipting standi. Ómar sagði við RÚV í gær að reglugerðin í núverandi mynd gangi ekki upp. „Ég vona bara innilega að stjórnvöld séu þegar farin að leggja drög að því að búa til nýja reglugerð því þessi er ónýt,“ sagði Ómar við RÚV.

Eins og Mannlíf hefur greint frá er mikil óánægja með frelsissviptinguna á meðal þolenda.

Fimm kærur hafa borist en þar er um að ræða 12 þolendur. Þrjár kærur voru teknar fyrir í gær. Ómar segir að málið fari til Landsréttar ef þau falli stjórnvöldum í hag.

Ómar Valdimarsson

„Ef viðkomandi aðilar eru lausir úr sóttkví þá hafa þeir ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu í Landsrétti,“ segir Ómar.

Sóttvarnalæknir hefur lagt fram kröfugerð þar sem kemur fram það mat hans að aðgerðin sé hófstillt og gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að hefta útbreiðslu COVID-19. Þá brjóti frelsissvipting fólksins ekki í bága við stjórnarskrá.

Á sóttkvíarhótelinu í Reykjavík dvelja nú um 300 manns. Nokkrir hafa strokið úr sóttkvínni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -