Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Frambjóðandi Sósíalista í Kópavogi dæmdur fyrir nauðgun – Snapchat kom lögreglu á sporið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ali Conteh, frambjóðandi Sósíalista í Kópavogi, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum. Ali var jafn framt gert að greiða brotaþola sínum 1.600.000 krónur í miskabætur. DV greinir frá.

Nauðgunin átti sér stað árið 2018 og segir í kærunni að Ali hafi „án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við [brotaþola], en ákærði klæddi [brotaþola], sleikti kynfæri hennar og lagðist síðan ofan á hana og hafði við hana samræði þrátt fyrir að [brotaþoli] væri grátandi og segði honum að hún vildi þetta ekki.“ Brotaþolinn í málinu var nýorðinn 18 ára þegar nauðgunin átti sér stað og var hún sögð ekki hafa getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga.

Lögreglunni barst tilkynning um miðja nótt þann 30. september 2018 frá konu um að hún teldi vinkonu sína vera í haldi í íbúð. Gat konan notað Snapchat til þess að staðsetja vinkonu sína gróflega og leiddi það lögregluna á staðinn. Var konan beðin um að öskra svo að hægt væri að finna hana og voru það öskrin sem leiddu lögreglu að anddyri húss þar sem konan fannst vafin í handklæði og í skóm. Ali Conteh stóð við hlið hennar klæddur í náttslopp.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Ali hafi hitt konuna á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur þetta kvöld og þau síðan farið saman á heimili mannsins.

Ali viðurkenndi verknað sinn, en sagði hann hafi verið með samþykki konunnar.
Þótti dómara það ekki trúverðugt miðað við atburði næturinnar og dæmdi Ali því sekan um nauðgun.

Þetta er annar dómurinn á stuttum tíma þar sem stjórnmálamaður af erlendum uppruna er dæmdur fyrir nauðgun en áheyrnarfulltrúi Pírata var á dögunum dæmdur fyrir hrottalega nauðgun, líkt og Mannlíf greindi frá hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -