„Það er tvær gerðir af borpöllum, þeir sem er fastir og þeir sem eru fljótandi. Fyrsta ferðin er í hálfgerðri móðu en ég lenti á fljótandi palli og eins bílveik, sjóveik og flugveik sem ég er, ældi ég út í eitt. Ég var líka með alltof mikið af farangri, ég lærði það seinna að á olíuborpalli er ferns konar klæðnaður: Vinnuföt, kósíföt, æfingaföt og náttföt,” segir Anna Svala Árnadóttir, danskennar og núverandi starfsmaður á olíborpöllum Norðursjávar.
Anna Svala segist ekki hafa farið með neinar fyrirframgefnar hugmyndir í starfið á pallinum en hún finnur fyrir því að fólk sé með ákveðna mynd í huganum um líf á olíuborpalli. „Þetta er ekki eintómir olíublettóttir karlar eins og í bíómynd þótt karlmennirnir séu fleiri. Olíuiðnaðurinn í Noregi er svo risastór og það er alls konar fólk sem starfar við hann í alls konar störfum. Líka konur. Og það er örugglega þrifalegra hjá mér en á nokkru hóteli!”
Skemmtilegt kvöldviðtal Mannlífs við Önnu Svölu um flutningin til Noregs, lífið á pöllunum og jóga.