Það er vinsæll samkvæmisleikur þessa dagana að velta fyrir sér framtíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, á vinnumarkaði. Kristján Þór hefur verið í afar þröngri stöðu vegna tengsla hans við það illa þokkaða fyrirtæki Samherja. Þetta er jafnframt ástæðan fyrir því að hann gefur ekki kost á sér til þingsetu áfram. Fræg var sú frásögn í Stundinni þegar þrír Namibíumenn, tengdir Samherja og braskinu með kvótann þar, komu til Íslands. Þá birtist Kristján Þór þeim og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kynnti ráðherrann sem sinn mann. Talið er að Kristján Þór eigi sér þann draum að verða sendiherra en fátt er um vinnu þar. Gárungar nefna þann möguleika að Íslendingar stofni sendiráð í Namibíu og „minn maður“ yrði sendiherra þar …