Ég hef séð ýmislegt um dagana, en þessi blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu fyrr í dag var með því allra ósvífnasta sem ég hef séð. Ríkisstjórn kynnir eitthvað sem gæti litið út fyrir ókunnuga sem hertar aðgerðir á landamærum, en sem eru það í raun ekki.
Frammi fyrir þjóð sem þolað hefur allskyns takmarkanir í meira en ár, þjóð sem hefur nú uppi kröfur um hertar aðgerðir á landamærum, um að hagsmunir hennar séu hafðir að leiðarljósi en ekki frekja og yfirgangur í hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækja eða dellan upp úr öfga-nýfrjálshyggjuliðinu, þjóð sem horfir fram á að enn ein bylgjan sé að rísa með endurteknum takmörkunum á daglegu lífi, banni við samkomum og samveru, þjóð sem sér drauminn um betra líf í vor og snemmsumar vera að leysast upp … frammi fyrir þessari þjóð mætir ríkisstjórnin með fráleitt sjónarspil. Um hertar aðgerðir sem í raun breyta engu.“