Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jóhannes fær 15 milljóna uppljóstraraverðlaun: „Nýtist í baráttu við hið illa fyrirtæki Samherja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt hefur verið að Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, muni hjóta hin virtu Win Win sjálfbærniverðlaun í Svíþjóð. Meðal þeirra sem hlotið verðlaunin eru heimsþekktir einstaklingar á við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Kofi Anna, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þau eru einkum veitt þeim einstaklingum og samtökum sem berjast gegn spilling og fyrir betri heimi og betra samfélagi.

Verðlaunin verða afhent Jóhannesi í Gautaborg í október. Þau nema einni milljón sænskra króna eða um fimmtán milljónum íslenskra.

Mútugreiðslur og skattsvik

Jóhannes var verkefnastjóri Samherja í Namibíu til ársins 2016. Árið 2019 ljóstraði hann upp um meintar mútugreiðslur og skattsvik fyrirtækins í Namibíu og í kjölfarið hófst reyfarakennd atburðarrás sem enn sér ekki fyrir endann á. Að sögn Jóhannesar hafði Samherji komist yfir eftirsótta kvóta við strendur strendur Namibíu með mútugreiðslum til háttsettra opinberra starfsmanna. Verðmæti kvótanna hleypur á tugum milljarða.

„Þetta hefur valdið mér þvílíku hugarangri og þess vegna er ég að stíga fram, því ég, ég er ekki heilagur en ég svík ekki fólk og bara heila þjóð svona mikið,“ sagði hann í viðtali við fréttaskýringaþáttinn Kveik.

Jóhannes Stefánsson verða afhent alþjóðleg verðlaun fyrir þátt sinn í Samherjamálinu.

„Ég meina mín framtíð í hvaða atvinnu sem er hún er náttúrulega bara búin, en ég allavega mun geta sofið á nóttunni ef að við náum að koma þessu vel og rétt fram og það verða breytingar til hins betra og fólkið í Namibíu fær að njóta góðs af auðlindunum en ekki eitthvað vestrænt ríki og einhverjir örfáir spilltir aðilar sem síðan horfa upp á þjóðina þjást.“

- Auglýsing -

Atlaga að lífi

Í kjölfarið lýsti Jóhannes því yfir að sér hefði verið byrlað eitur og sagði það ekki vera óþekkta leið í Namibíu til að klekkja á andstæðingum. Hann rakti byrlunina beint til Samherjamálsins og tjáði fyrrum vinnuveitanda sinn vel meðvitaðan af tilrauninni til að ráða hann af dögum.

Samherji réðst að mikilli hörku gegn Jóhannesi svo og Helga Seljan fréttamanni og kærði þá báða. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kærði Jóhannes fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Fyrirtækið kærði einnig ellefu starfsmenn Kveiks vegna meintra brota á siðareglum RÚV.

- Auglýsing -

Kollvarpaði heilum iðnaði

Dómnefndin er stolt af vali sínu og segir í tilkynningu:

„Því miður þurfa þeir sem hafa hugrekki til að ganga á hólm við spillingu og valdníðslu oft að borga það háu verði og það á sannarlega við um Jóhannes Stefánsson. Af óaflátanlegri einbeitni hefur hann látið yfir sig ganga stöðuga áreitni, lífláthótanir og atlögur að lífi sínu og haldið baráttunni áfram. Þetta er einstaklingur sem hefur kollvarpað heilum iðnaði en styrkt réttlæti fyrir almenning, sannkölluð hetja sem við erum mjög stolt af að veita þessi verðlaun nú í ár, segir formaður dómnefndar WIN WIN, Emma Dalväg.“

Íslendingar hafa brugðist vel við á samfélagsmiðlum og meðal annars skrifar Gunnar Smári Egilsson eftirfarandi:

„Eins og viðbrögð Íslendinga við Hruninu báru út hróður landsins (réttað yfir bankamönnum, ný stjórnarskrá o.s.frv.) þá hefur Helgi Seljan og Kveiksfólkið borið út hróður okkar í Samherjamálinu, en þó kannski fyrst og fremst Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Á sama tíma er auðvitað Þorsteinn Már og Samherjamenn að sverta land og þjóð víða um heim, afhjúpa hvurslags ógeð við höfum látið viðgangast. En svona mál eru alltaf áskorun um hver við erum sem hópur; ætlum við að verja illvirkjana og þjóðníðingana eða ætlum við að taka þá ástandinu með góðum og uppbyggilegum hætti. Vonandi nýtist verðlaunafé Jóhannesi í ójafnri baráttu hans við hið illa fyrirtæki Samherja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -