Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Pólverjar með helming allra smita á landamærunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helmingur allra komufarþega til Íslands sem greinast með COVID á landamærum eru Pólverjar, nánar tiltekið 45 prósent. Pólverjar eru þó einungis 20 prósent komufarþega.

Nú verða þeir skyldaðir í sóttvarnarhús ef nýtt frumvarp verður að lögum. Það tekur einnig til Frakklands, Hollands og Ungverjalands en ætla má að það sé fyrst og fremst hugsað fyrir Pólverja.

Fréttablaðið greinir frá þessu en þetta kemur fram í fylgiskjali skýrslu sem var birt á vef Stjórnarráðsins. Fylgiskjalið hafði þó verið fjarlægt þegar skýrslan var birt í janúar. Umrædd skýrsla fjallaði um tíðni smita við landamæri en samkvæmt henni voru um tvö prósent allra Pólverja sem komu til landsins í fyrra smitaðir.

Á eftir Pólverjum komu Íslendingar en 1,21 prósent komufarþega frá Íslandi reyndust smitaðir. Um 19 prósent smitaðra á landamærum voru Íslendingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -