Eigendur og stjórnendur Samherja eru á góðri leið með að eyðileggja það sæmilega orð sem fór af fyrirtækinu áður en það var bendlað við mútur og önnur svik. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og höfuðpaur á heimsvísu, hefur vísað glæpum fyrirtækisins að mestu á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara sem nú hefur fengið stóra viðurkenningu frá Svíþjóð fyrir starf sitt gegn spillingu. Þá hefur orka Þorsteins Más farið að miklu leyti í að elta og sverta Helga Seljan með hjálp Jóns Óttars Ólafssonar einkaspæjara og Þorbjörns Þórðarsonar, lögfræðings og fyrrverandi fréttamanns. Stjórnarformaður Samherja er Óskar Magnússon, lögmaður og fyrrverandi útgefandi Morgunblaðsins. Óskar er talinn vera gegnheill og vandaður í lífi og störfum. Hermt er að í vinahópi hans hafi menn vorkenni honum og hafi áhyggjur af því að Þorsteinn Már dragi hann með sér í svaðið og vilji helst að hann hætti afskiptum af félaginu …