Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Handtekinn ölvaður á Bessastöðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöldi hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af ölvuðum ökumanni við Bessastaði. Sá ölvaði lék sér að því að spóla á bílastæðunum við forsetabústaðinn á meðan farþegi bifreiðarinnar stór fyrir utan og myndaði.

Samkvæmt dagbók lögreglu mátti litlu muna að ökumaðurinn velti bifreiðinni með athæfi sínu. Atvikið átti sér stað á áttunda tímanum í gærkvöldi og var bílstjórinn handtekinn en síðar látinn laus eftir sýnatöku.

Bílstjórinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum og er grunaður um að hafa ítrekað keyrt um á bíl þrátt fyrir að skorta til þess réttindi.

Í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og þjófnað í geymslu íbúðarhúsnæðis í miðborginni. Þá var maður handtekinn í póstnúmeri 105, grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Annar ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var einnig látinn laus að lokinni sýnatöku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -