Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer með himinskautum í vinsældum og er með gott forskot sem vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Um 67 prósent landsmanna, eru ánægðir með Katrínu. Það er aukning um átta prósentustig frá því árið 2020.
Sá ráðherra sem tekur mesta stökkið í vinsældum er Ásmundur Einar Daðason sem 59 prósent landsmanna eru ánægðir með. Ásmundur hefur látið sig málefni barna miklu varða og lagt fram úrbætur í málefnum þeirra. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.
Þeim sem fækkar aftur á móti um 12 prósentustg sem eru ánægðir með störf Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á heldur ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Aðdáendum hennar fækkar um 11 prósentustig.
Aðeins 11 prósent eru ánægð með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Líklegt er að það sé vegna tengsla hans við það umdeilda fyrirtæki, Samherja. Flestir eru líka óánægðir með störf Kristjáns Þórs, eða nærri 61 prósent. Bjarni Benediktsson er næstóvinsælastur en rúmlega 37 prósent eru óánægð með hans störf. Rúmlega 16 prósent eru óánægð með störf Katrínar og tæplega í 13 prósent með störf Ásmundar Einars.