Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fokdýrt í hið nýja Sky Lagoon – VERÐKÖNNUN – Allt að 132 prósent dýrara en Bláa Lónið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf skoðaði verðmun milli nýja lónsins, Sky Lagoon og Bláa Lónsins. Í ljós kom að Sky Lagoon er með 82 prósent hærra verð hvað venjulegan aðgang varðar og 132 prósent hærra verð  í næst dýrasta aðganginum. Börn fá frítt í Bláa Lónið en ekki hjá Sky Lagoon.

Þann 30. apríl mun nýja fjögurra milljarða króna lónið, Sky Lagoon opna. Lónið er staðsett skammt frá miðbænum á ysta odda Kársnessins. Nature Resort ehf. stendur að baki verkefninu en lónið verður rekið af kanadíska fyrirtækinu Pursuit. Hægt er að velja um að velja tvo mismunandi aðgangskosti í lónið. Pure leiðin felur í sér aðgang að baðlóninu  ásamt sjö þrepa Sky Ritual meðferð sem byggð er á íslenskri baðmenningu. Hin leiðin, sú dýrari er Sky leiðin sem veitir aðgang í baðlónið ásamt fullbúnum einkaklefa, sjö þrepa Sky Ritual meðferðinni og Sky Lagoon húðvörum.

Verðskrá Sky Lagoon

Verð fyrir tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 3 til 14 ára sem velja Pure leiðina er 17.970 krónur. Það verð gildir einungis í ótilgreindan takmarkaðan tíma. Fullt verð verður síðan 25.500 krónur. Sé Sky leiðin valin borgar áður fyrrnefnd fjölskylda 29.700 krónur í þennan ótilgreinda takmarkaða tíma en að honum loknum greiðir hún 41.700 krónur.

Ekki fyrir alla

Auðvitað þurfa fyrirtæki að rukka fyrir sína þjónustu og í góðu lagi að bjóða upp á dýrari leið sem felur í sér aukin fríðindi og lúxus, en að fjölskylda þurfi að greiða á fullu verði 25.500 krónur fyrir það að fara í baðlón er fullmikið. Þetta kallast græðgi, mætti ekki stilla verðinu aðeins í hóf og fá fleiri heimsóknir og fleiri viðskiptavini ? Það hafa alls ekki allir möguleika á því að heimsækja Sky Lagoon á meðan verðlagið er svona hátt, svo mikið er víst.

- Auglýsing -

Bláa Lónið

Það er stór hópur fólks sem aldrei hefur farið í Bláa Lónið vegna þess að það hefur einfaldlega ekki efni á því að leyfa sér þann munað. Það er sorgleg staðreynd og þannig verður þetta líka með nýja lónið, einungis efnafólk getur veitt sér og sínum þennan munað. Aðgangur í Bláa Lónið, sá ódýrasti (Comfort aðgangur), kostar til samanburðar fyrir sömu fjölskyldustærð 13.980 krónur. 6.990 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Premium aðgangur kostar 17.980 krónur, 8990 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.

Verðmunur

- Auglýsing -

Ódýrasti aðgangurinn að Sky Lagoon er því 82 prósent dýrari en sá ódýrasti hjá Bláa Lóninu. Næsti aðgangur fyrir ofan er 132 prósent dýrari hjá Sky Lagoon en hjá Bláa Lóninu.

Þegar farið er að tala um að Bláa Lónið sé ódýrara en eitthvað annað er ljóst að eitthvað mikið er að þeirri mynd því það hefur alla tíð þótt ofboðslega dýrt. Með tilkomu og verðlagi Sky Lagoon er Bláa Lónið talsvert hagstæðari kostur.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -