Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Átrúnaðargoð Þorvaldar Bjarna hringdi í hann með óvænt erindi: „Ég hélt þetta væri scam“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónskáld með meiru, segir einhver lög um aðdráttaraflið hljóti að hafa átt sér stað þegar átrúnaðar goðið hans hringdi í hann og vildi fá hann í samstarf.

Þorvaldur var viðmælandi hlaðvarpsþáttarinns 10 bestu fyrir skemmstu og segir frá þessari ótrúlegu lífsreynslu sinni.

„Hann er að browsa eitthvað á internetinu og ég hafði sett tónlist sem ég var að gera fyrir Astrópíu kvikmyndina, hafði skellt henni út eftir að myndin kom út og það lá bara þarna. Svo eina nóttina sé ég á símanum mínum eitthvað amerískt númer hringir alveg bara aftur og aftur og aftur. Ég hélt þetta væri scam eða eitthvað svoleiðis.“

Þorvaldur ákvað þó að hringja til baka og segist hann hafa kiknað í hnjánum þegar hann heyrði hver var á hinni línunni.

Það var átrúnaðargoð hans, Jon Anderson, úr rokkhljómsveitinni Yes. En margir kannast eflaust við smellinn þeirra Owner of a Lonely Heart.

„Hvernig hann hefur fengið símann minn skil ég ekki, hvort hann hafi bara farið inn á já.is,“ segir Þorvaldur og skellihlær.

„Svo eina nóttina sé ég á símanum mínum eitthvað amerískt númer hringir alveg bara aftur og aftur og aftur“

- Auglýsing -

Jon var að leita að aðila til að setja sína tónlist í sinfónískt form og rambaði inn á verk eftir Þorvald, sem honum leist svona vel á að hann ákvað að hafa upp á honum.

Jon sendi Þorvaldi tónlistarbút og biður hann að gera útsetningu á því. Svo heppilega vildi til að á þeim tíma var Þorvaldur staddur í Búlgaríu við upptökur þar sem hann var með 80 manna sinfóníuhljómsveit og 40 manna kór. Þorvaldur nýtti tækifærið og skrifaði upp útsetningu af efninu sem Jon sendi honum og tók það þarna upp ásamt fríðu föruneyti sínu. „Maðurinn náttúrulega bara missti andlitið,“ segir Þorvaldur um viðbrögð Jons við upptökunum og heldur áfram: „Þá var komin upp sú staða að hann langaði að við myndum semja saman og við stefndum á að hittast 2008 í Toscana á Ítalíu, ég var meira að segja búinn að leigja hús fyrir okkur.“

En því miður varð ekkert úr því segir Þorvaldur, þar sem Jon varð alvarlega veikur: „Hann veiktist heiftarlega, hann skildi við og var lífgaður aftur við svo ekki varð úr því, en við héldum sambandi.

- Auglýsing -

Ári seinna var Þorvaldur staddur í Los Angeles að vinna og ákveður hann að senda Jon línu um hvort þeir eigi ekki að hittast.

Ekki stendur á svörum, Jon svarar játandi og lætur heimilisfang sitt fylgja.

Þorvaldur segir frá því hvernig hann leigði sér bíl og keyrði upp í hæðirnar í Hollywood að heimili Jons, „…og þar var hann mættur, nývaknaður og allur úfinn. Þar hittumst við í fyrsta skiptið,“ segir Þorvaldur og skellir upp úr, auðheyranlegt að hann trúir varla enn að þetta hafi átt sér stað.

Þeir félagarnir drukku te saman og ræddu málin og vildu gjarnan vinna saman.

Úr varð að Todmobile, hljómsveit Þorvaldar, réði 20 hljóðfæraleikara, kór og fleiri til liðs við sig og byrjuðu að útsetja lög hljómsveitarinnar Yes.

Þetta verkefni endaði með glæsilegum tónleikum á Íslandi, árið 2013 með söngvaranum Jon Anderson í broddi fylkingar og segir Þorvaldur hann stundum þurfa klípa sig til að átta sig á að þetta hafi í raun og veru gerst.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -