Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Meiri ritskoðun í Hafnarfirði en Kúbu – Sjálfstæðiskona lét fjarlæga listaverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndlistartvíeykið Ólafur Ólafsson og Libia Castro, sem voru valin myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum á dögunum, segja að verk þeirra hafi verið fjarlægt að beiðni Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði og Sjálfstæðiskonu. Verkið hékk utan á menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg og kallaði eftir nýrri stjórnarskrá.

Libia skrifar á Facebook færslu um málið en þar fullyrða þau að lögregla hafi fjarlægt listaverkið að beiðni bæjarstjóra. Á verkinu stóð: „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings.“ Libia, sem er af spænsku bergi brotinn, segist einungis hafa upplifað álíka ritskoðun í Kúbu. Hafnarfjörður sé þó verri því í Kúbu hvarf verkið í einungis einn dag.

Libia lítur málið alvarlegum augum. „Ég er orðlaus. Þetta er ekki bara mjög alvarlegt heldur einnig rosalega sorglegt og mikið tilefni til að hafa áhyggjur … að hérna á Íslandi láti yfirvöld svona … á 24 ára ferli hef ég aldrei upplifað annað eins.“

Ólafur segir svo í athugasemd að hann hafi kannað málið og fullyrðir hann að Rósa bæjarstjóri sé hörð á þessu. Hún haldi því fram að ekki hafi fengist skriflegt leyfi fyrir verkinu. Hann segir að leyfi hafi þó verið fengið í október.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem listaverk tengt nýrri stjórnarskrá er ritskoðað af yfirvöldum. Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld háþrýstiþvoðu vegglistaverk þar sem stóð: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -