Ein skærasta stjarna íslenskra stjórnmála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, er komin í stríðsham og hefur tilkynnt að hún sækist eftir að verða í 1. sætinu í Reykjavík. Eins og spáð hafði verið á þessum vettvangi þá skorar hún þá Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra á hólm og mun væntanlega ýta honum úr 1. sætinu. Áslaug Arna nýtur víðtæks stuðning innan Sjálfstæðisflokksins og þykir hafa unnið vel með Bjarna Benediktssyni formanni sem á litla samleið með Guðlaugi Þór. Hermt er að Bjarni vilji ýmislegt leggja á sig til þess að skáka Guðlaugi niður valdastigann. Líklegt er að Áslaug Arna muni hjálpa til í þeim efnum …