Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Konum kastað á dyr hjá Landspítala eftir fósturmissi: „Ótrúlega truntulegt á minni verstu stundu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ung kona var gengin 20 vikur með barn sitt í síðastliðnum mánuði þegar að hefðbundin sónarskoðun leiddi í ljós að barnið var látið. Henni var tilkynnt látið á fimmtudegi og gert að fara heim og koma aftur á mánudegi. Þá fyrst myndi hún komast að til að fæða barnið. Unga konan var látin ganga með látið barn sitt í fjóra daga. Ekki var unnt að komast að fyrr og enga áfallahjálp var að fá á Landspítala.

Hennar upplifun var sú sama og Sigríðar Jónsdóttur sem birti nýverið pistil á Facebook þar sem hún lýsti reynslu sinn af því að verða fyrir fósturmissi.  Hún ber Landspítalanum ekki vel söguna varðandi viðbrögð við þessu gríðarlega áfalli. Læknar voru kuldalegir og engin áfallahjálp í boði . Það sem virðist þó hafa stungið flesta er að Sigríður var send heim á föstudegi og beðin um að koma á mánudag til að fæða látna telpuna sína.

Henni var vísað á dyr með bækling í hendi. Frásögn hennar í heild sinni er að finna hér.

Við þetta má bæta að í fyrrnefndum bæklingi sem konum er afhentur og unninn er af styrktarfélainu Gleym mér ey segir að ekki sé talið æskilegt að bíða með framköllun fæðingar lengur 24 klukkustundir.

„Nærgætnin var engin“

Viðbrögðin við frásögn Sigríðar voru gríðarleg og steig fjöldi kvenna fram með reynslusögur sínar af fósturmissi og því kalda viðmóti sem þær segja Landspítala hafa sýnt sér.

- Auglýsing -

Ólöf hafði einnig komið í skoðun á föstudegi og sagt að koma á mánudegi. „Mér voru réttir einhverjir pappírar og svo bara send heim. Mér leið ömurlega og ég átti bara bíða heila helgi með dáið fóstur inní mér!“

„Heilbrigðiskerfið þarf að laga þetta ASAP!“

Þórhildur segir sig ekki hafa verið senda heim þar sem hún var þegar komin með hríðir en viðmótið hafi verið kalt. „Nærgætnin var engin, herbergið fullt af læknanemum og ekki talað við mig heldur um mig fyrir framan mig.

Ég var eins og kennsludúkka í rúminu á meðan maðurinn minn grét einn fram á gangi en honum var vísað fram í hvert sinn sem átti að skoða. Ég endaði í svæfingu og vorum við yfir nótt á spítalanum í herbergi innan um nýfædd ungabörn og gleðistundir annarra. Það hlýtur að vera hægt að gera betur.“

- Auglýsing -

Ekkert breyst í fjörutíu ár

Kristín lýsir yfir furðu og sorg yfir að ekkert hafi breyst á þeim átján árum sem hafa liðið frá því missti dóttur sína eftir 26 vikna meðgöngu og Kristín Gyða tekur í sama streng og segir ekkert hafa breyst frá allt frá 1980 þegar hún ól andvana son.

Ásta þurfti að bíða í heila viku.

Sögurnar skipta tugum. Konurnar er allar sammála að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim og furða sig á því að í landi sem krefur borgara sína um einu hæstu skatta í heimi skuli ekki vera unnt að veita konum þá þjónustu sem nauðsynleg er.

Júlí Ósk bendir einnig að sumir innan heilbrigðisstéttan þurfi að temja sér að sýna fólki í áfalli samkennd. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur komið truntulega fram við fólk sem er að upplifa sínar allra verstu stundir og mjög sáran missi en einmitt þá getur viðmót heilbrigðisstarfsfólks skipt verulegu máli.“

Jóhanna kallar eðlilega eftir svörum um hvernig stjórn sé háttað á deild þar sem ekki virðast hafa orðið breytingar á vinnubrögðum í áratugi.

Ljóst er að mikil sorg og reiði er meðal kvenna vegna þess hvernig staðið er að umönnun kvenna sem hafa orðið fyrir fósturmissi. Þær kalla eftir breytingum. Þær kalla eftir réttlæti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -