Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Edda Falak segir þekktan tónlistarmann hafa nauðgað sér: „Í dag hlusta ég ekki á útvarpið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak segir á Twitter að þjóðþekktur tónlistarmaður hafi nauðgað henni. Hún segir þetta hafa gerst þegar hún var einungis 17 ára. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur segir í athugasemd að tónlistarbransinn á Íslandi hafi aldrei tekið þátt í Metoo. Nú sé kominn tími á það.

Edda, sem er einnig þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin Konur, hefur gagnrýnt Sölva Tryggvason harðlega síðastliðna daga. Hún til að mynda sagði hann hafa flýtt sér að birta viðtalið við sjálfan sig til að vera á undan þolandanum að segja sögu sína. Sölvamálið, sem Mannlíf opnaði upp á gátt, kom af stað nýrri Metoo-bylgju í samfélaginu.

Hún opnar sig í gær á Twitter líkt og ótal íslenskar konur. Þar skrifar hún: „Það var þjóðþekktur tónlistarmaður sem nauðgaði mér þegar ég var 17 ára. Rétt áður en hann kláraði sagði hann “slakaðu bara aðeins á”. Í dag hlusta ég ekki á útvarpið. Ef þú ætlar að fá tónlistarmann í veisluna þína – heyrðu þá í mér fyrst.“

Líkt og fyrr segir þá styður Svavar Knútur hana og kallar eftir uppgjöri innan tónlistarbransans. „Tónlistarbransinn gekk ekki gegnum neitt #metoo . Fokk hvað það eru margar ógeðslegar sögur sem við öll þegjum yfir. Fokk… ég á frænkur og vinkonur og samstarfskonur, vini og félaga sem hafa lent í harkalegri misnotkun, ofbeldi og yfirgangi. #bransinn Ég hef fundið pressu að halda kjafti af því maður „drullar ekki yfir kollega,” þekkjandi þjóðþekktan nauðgara frænku minnar og líka vinkonu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -