Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

„Við vorum 12 ára“: Segir dóttir Guðbjörns ekki eina fórnarlambið: „Byrlarinn í MH“ sonur elítunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég titra við að skrifa þetta og finnst eins og hendurnar virki ekki. Las grein í dag sem sagði frá því að 16 ára stelpa hefði tekið sitt eigið líf eftir að hafa verið nauðgað og kært og hann sýknaður. Þetta eyðilagði lífið hennar. Þetta er ekki fyrsta kæran á hann.“

Þetta skrifar Júlía Hrefna Rokk Bjarnadóttir leikstjóri á Twitter en hún opnar sig þar um kynferðisbrot, líkt og ótal aðrar konur hafa gert undanfarnar daga eftir að önnur Metoo-bylgja braust út. Byrjun bylgjunnar má rekja til frétta Mannlífs.

Færsla Guðbjörns Guðbjörnssonar á föstudaginn vakti mikla athygli en þar sagði hann sögu dóttur sinnar, Sólveigar Elísabetar. Hún svipti sig lífi árið 2019 en Guðbjörn segir hana aldrei hafa jafnað sig á nauðgun sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Sú nauðgun var kærð en Hæstiréttur sýknaði manninn. Guðbjörn segir manninn koma úr elítunni í Reykjavík. Hann lýsti málsatvikum svo á föstudaginn:

„Nauðgarinn var huggulegur ungur strákur sem spilaði meira að segja fótbolta og kom úr „high society“ í Reykjavík. Faðirinn er „akademíker“ og móðirin var áberandi pólitíkus og listaspíra í borginni úr aðal „hipp & kúl“ stjórnamálaflokknum á þeim tíma. Á yfirborðinu var þetta allt slétt og fellt. En allt kom fyrir ekki og Héraðsdómur Reykjavíkur trúði ekki dóttur minni heldur nauðgaranum.“

„Þessi sami strákur nauðgaði mér þegar við vorum 12 ára. Er í fyrsta skipti að segja það upphátt í dag. Sannfærði mig um að ég hafi leyft þessu að gerast. Ég sagði óteljandi sinnum nei,“ skrifar Júlía.

„Reyndi að hlægja og breyta þessu í djók til að komast í burtu þegar hann hélt mér upp að vegg með puttana inní mér. Þetta endurtók sig marg oft í þessum göngutúr. Einhverntimann hætti ég að segja nei og endaði hálf ber á frosnu grasi og beið eftir að hann kláraði.“

- Auglýsing -

Hún segir manninn aldrei hafa fengið dóm. „Hann er búin að vera nauðga stelpum allavega frá því hann var 12 ára. Hefur aldrei verið dæmdur. Versta er að ég á svo margar svona svipaðar sögur. Svo margar. Og svo margar!!!!! konur sem ég þekki. Hversu oft þurfa konur að opna á sömu sárin aftur og aftur og aftur þangað til eitthvað breytist hvað ætlum við að gera í þessu?“

Svo virðist sem maðurinn hafi verið alræmdur í menntaskóla. Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir hann hafa átt viðurnefni í MH: Byrlarinn. Kristlín skrifar: „Gerandinn í þessari sögu var þekktur sem byrlarinn í MH þegar ég var þar. Henni var ekki trúað. Hann var sýknaður. Hún tók eigið líf. Hann hefur ekki þurft að svara fyrir neitt.“

- Auglýsing -

Tómas Gauti Jóhannsson, handritshöfundur og leiklistarnemi, var í þessum árgangi í MH. Hann segist tekist á við manninn í útskriftarferð árgangsins. „Ég vildi hann ekki með í útskriftarferð okkar. Called him out eitt kvöldið og vinir hans urðu reiðir og ósáttir að ég skyldi segja svona hluti. Varaði við honum í ferðinni en margir tóku upp hanskann fyrir honum og leyfðu honum að njóta „vafans“,“ skrifar Tómas í athugasemd við færslu Kristlínar.

Hann bætir svo við: „Mikið verið rætt um skrímslavæðingu undanfarið og hvað hún gerir ekkert gott.En ég virkilega hata þennan mann og jú fyrir mér er hann skrímsli. Sagði við mig í lok ferðar að ég hefði eyðileggt fyrir sér ferðina og ég væri það versta fyrir hann í þessari ferð. Hvað sem það þýddi.“

Ranghermt var í fyrri útgáfu að Júlía Hrefna hefði kært meintan geranda.

Greinin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -