Sunnudagur 12. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Tíu ferðamenn handteknir á Keflavíkurflugvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tíu ferðamenn frá Spáni voru handteknir við komu á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag. Þeir fóru gegn banni dómsmálaráðherra á ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Vísir greinir frá þessu. Enginn þeirra er bólusettur.

Sigurgeir Ómar Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir við Vísi að auk þess hafi þetta fólk komið frá eða dvalið hafa í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 700 á hverja 100.000 íbúa.

„Við erum með tíu manns í okkar vörslu sem mega ekki koma til landsins á grundvelli reglugerð dómsmálaráðherra. Þessir aðilar eru ekki bólusettir og ferð þeirra telst ónauðsynleg,“ segir Sigurgeir.

Þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél að hans sögn. „Þeir komu til landsins í gær. Hluti af Spáni er á þessum sautján landa lista og þaðan má fólk ekki koma nema það falli undir undanþáguheimild. Stoðdeild ríkislögreglustjóra annast flutninginn og þeir verða líklega sendir til baka með næstu vél,“ segir Sigurgeir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -