Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

„Ákjósanleg braut til bætinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Spennandi fimm kílómetra keppnishlaup fyrir alla.

Hlaupaárið 2018 fer af stað með krafti og mörg skemmtileg keppnishlaup framundan. Hlaupasería FH og BOSE inniheldur þrenn fimm kílómetra hlaup og stigakeppni einstaklinga. Hlaupunum er startað á göngustígnum gegnt íþróttahúsinu á Strandgötu í Hafnarfirði stundvíslega klukkan 19 fimmtudagana 25. janúar, 22. febrúar  og 22. mars.

Hörður Jóhann Halldórsson, formaður Hlaupahóps FH, á von á mikilli stemningu í Hlaupaseríu FH og BOSE í vetur.

„Þetta er í áttunda árið sem að hlaupaserían er haldin. Þær breytingar urðu í ár að samið var við Origo og samhliða ákveðið að nefna seríuna Hlaupaseríu FH og BOSE,“ segir Hörður Jóhann Halldórsson formaður Hlaupahóps FH. „Hlaupaleiðin er mæld af löggildum mælingamönnum, brautin nokkuð flöt og því ákjósanleg til bætinga. Besta tíma konu í brautinni á Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 17:52 og besta tíma karls í brautinni á Kári Steinn Karlsson, 15:03. Þau sem oftast hafa unnið hlaup í seríunni eru Arnar Pétursson sem hefur unnið fimm sinnum og Arndís Ýr Hafþórsdóttir, níu sinnum, en alls hafa 22 hlaup verið haldin síðan 2011. Reikna má með fjölmörgum hlaupurum í ár og mikilli stemningu þar sem DJ mun koma hlaupurum í gírinn við upphaf og endi hlaups. Undan- og eftirfarar verða á hjólum, öflug brautargæsla og hraðastjórar í 20, 25 og 30 mínútum nýtast sem ákveðin tímaviðmið í hlaupinu, sem ætti að hjálpa hlaupurum að ná markmiðum sínum hafi þeir ákveðið að klára hlaupið innan ákveðins tíma.“

 

Skráning í hlaupin fer fram á hlaup.is.
Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -