Fréttablaðið á í nokkru basli þar sem lesendur hafa flúið í stórum hópum frá gullaldarskeiði þess rétt eftir aldamót. Nú sjá aðeins rúmlega 30 prósent blaðið sem þýðir að auglýsingatekjur þess hafa hrapað og heilsíður gjarnan á útsölu. Ritstjórinn, Jón Þórisson, er þó brattur og til alls vís í framtíðinni. Hann nýtur mikils álits innan Torgs, fjölmiðlasamsteypunnar, sem inniheldur DV, Fréttablaðið og Hringbraut.
Á DV og Hringbraut keppast blaðamenn við að vísa í Jón og fá í viðtöl. Þannig hefur hann verið fastagestur í fréttatíma Sigmundar Ernis Rúnarssonar á Hringbraut þar sem hann greinir flóknustu mál niður í smáatriði. Þegar hann skrifar leiðara þá skrifa undirmenn hans á DV gjarnan frétt upp úr þeim snörpu skoðunum sem hann reifar. Fréttablaðið nýtur góðs af því að hafa skapað sitt eigið frægðarmenni …