Verðkönnun Mannlífs þar sem skoðuð voru verð hjá Hagkaup, Heimkaup og Bónus, leiddi í ljós að Bónus er nánast í öllu tilfellum með lægsta verðið. Hagkaup og Heimkaup voru með gríðarlega álagningu á sumum vöruflokkum. Heimkaup var með mesta muninn á stakri vöru, 66 prósent hærra en hjá Hagkaup og 241 prósent hærra en hjá Bónus.
Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á 46 vörutegundum hjá Hagkaup, Heimkaup og Bónus (aðeins 33 vörutegundir voru til hjá Bónus þegar könnunin var gerð).
Niðurstaða Hagkaup/Heimkaup
Hagkaup var með hærra verð í 27 af 46 tilfellum en Heimkaup í 17 af 46 tilfellum. Tvær vörutegundir voru á sama verði.
Hagkaup var með hærra verð á 10 vörutegundum á bilinu 1 – 10 prósent, 9 vörutegundum á bilinu 10 – 20 prósent og 8 vörutegundum á bilinu 20 – 62 prósent.
Heimkaup var með hærra verð á 9 vörutegundum á bilinu 1-10 prósent, þrem vörutegundum á bilinu 10-20 prósent og 5 vörutegundum á bilinu 20-66 prósent.
Mestu munaði á Mr Muscle ofnhreinsi, hann var 66 prósent dýrari hjá Heimkaup.
Niðurstaða Hagkaup/Bónus
Hagkaup var hærra verð í öllum 33 tilfellunum. Mestu munaði á verði á banönum, þeir voru á 63 prósent hærra verði en hjá Bónus.
11 vörutegundir voru á bilinu 1-10 prósent hærra verði, 10 vörutegundir voru á bilinu 10-20 prósent hærra verði og 12 vörutegundir voru á bilinu 20-63 prósent hærra verði.
Niðurstaða Heimkaup/Bónus
Heimkaup var með hærra verð í 29 tilfellum af 33 og Bónus með hærra verð í 4 tilfellum.
Mestu munaði á Mr Muscle ofnhreinsi, hann var 241 prósent dýrari hjá Heimkaup.
18 vörutegundir voru á bilinu 1-10 prósent hærra verði, 4 vörutegundir voru á bilinu 10-20 prósent hærra verði og 7 vörutegundir voru á bilinu 20-241 prósent hærra verði.
11 vörutegundir voru á bilinu 1-10 prósent hærra verði, 10 vörutegundir voru á bilinu 10-20 prósent hærra verði og 12 vörutegundir voru á bilinu 20-63 prósent hærra verði.
Hér að neðan má sjá töflu með öllum verðum.