Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

PLAY fer senn í loftið – Flugrekstarleyfið í höfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er undirbúningur að fyrsta flugi hins nýja flugfélags PLAY, á nýju flugrekstrarleyfi félagsins í fullum gangi að því er fram kemur í fréttatilkynningu félagsins.

Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

„Undanfarnar vikur hefur flugvirki á vegum PLAY verið í Houston til að undirbúa vélina til afhendingar fyrir okkur en í vikunni bættust í hópinn fleiri flugvirkjar, áhöfn og fulltrúar Samgöngustofu til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk svo seint í gærkvöldi, á íslenskum tíma, með flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en Arnar Már Magnússon, einn stofnenda PLAY og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur haft veg og vanda að ferlinu undanfarna mánuði,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY.

Við flugvélinni tóku Andri Geir Eyjólfsson forstöðumaður tæknideildar, Halldór Guðfinnsson og Friðrik Ottesen flugstjórar.

Halldór Guðfinnsson, Andri Geir Eyjólfsson og Friðrik Ottesen

Senn kemur flugfélin til Íslands og er þá tilbúin að hefja sig til flugs með farþega PLAY.

Þá kemur fram að TF-AEW er fyrst þriggja systurvéla sem PLAY hefur tryggt sér frá AerCap, stærsta flugvélaleigusala í heimi. Vélar tvö og þrjú eru í innleiðingu og skráningu eins og stendur og koma einnig til landsins á næstu vikum samhliða stækkun leiðakerfis PLAY.

Hagkvæm flug og góður andi

- Auglýsing -

Birgir segir að það sé stjórnendum og stjórn PLAY mjög ofarlega í huga á þessum tímamótum að þakka frábæru starfsfólki sem hefur undanfarin tvö ár staðið þétt saman í þessu stóra verkefni. „Hér er ótrúlegur andi. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur unnið þrekvirki við fordæmalausar aðstæður þar sem unnið er af fagmennsku, gleði og virðingu. Fyrir tilvonandi viðskiptavini PLAY vil ég segja þetta, það er mikil tilhlökkun hjá okkur öllum að taka á móti ykkur um borð í nýlegar og hagkvæmar flugvélar okkar. Við ætlum að bjóða samkeppnishæf verð og einfalt ferðalag en þannig verðum við nauðsynleg viðbót við íslenskan flugmarkað.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -